Mæðgur á mótorhjólaferðalagi um Víetnam Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2016 10:32 Mæðgurnar í Víetnam. Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent
Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent