Bílar

Ford F-150 eini pallbíllinn sem stóðst öryggispróf IIHS

Finnur Thorlacius skrifar
Ford F-150.
Ford F-150.
Ford F-150 var einn níu pallbíla sem stóðst öryggispróf hjá Insurance Institute for Highway Safety (IIHS) í Bandaríkjunum nýlega. Ford F-150 fékk einkunnina “Top Safety Pick”, en enginn hinna átta pallbílanna náði einkunninni “Good”.

Þetta var í fyrsta skipti sem IIHS prófar alla pallbíla sem til sölu eru í Bandaríkjunum í einu. Allir hinir pallbílarnir komu illa út úr árekstrum að framanverðu, en engir eins illa og Ram 1500 Crew Cab og Ram 1500 Quad Cab. Báðir fengu þeir einkunnina “Marginal” í heildareinkunn og “Poor” fyrir árekstra að framanverðu.

Í báðum tilvikum stafaði ökumanni mikil hætta af hinum ýmsu hlutum bílsins sem ýttust að ökumanni við árekstur. Í umsögn IIHS segir að Ford hafi tekið afgerandi forystu í öryggismálum pallbíla sinna og bjóði að auki fullkominn búnað sem varar við aðsteðjandi hættu.






×