Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 117 Nissan bifreiðum af árgerðum 2014 og 2015 af tegundinni Pulsar.
Ástæða innköllunarinnar er að Nissan hefur greint frá rangri kvörðunarstillingu á stjórnboxi fyrir sjálfvirka hæðarstillingu LED aðalljósa í bílnum. Það veldur því að sjálfstilling aðalljósa ökutækisins er ekki rétt þegar bíllinn er hlaðinn að aftan og ekki samkvæmt reglugerð.
BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

