Töluvert skattahagræði Snærós Sindradóttir skrifar 11. apríl 2016 07:00 Efnamiklum viðskiptavinum Landsbanka Íslands var beint til Landsbankans í Lúxemborg með peningana sína. Bankinn þar stofnaði svo félög fyrir viðskiptavinina, sem fól í sér töluvert skattahagræði. Fréttablaðið/Vilhelm Efnameiri viðskiptavinum Landsbanka Íslands var fyrir hrun boðin eignastýringarþjónusta, eða einkabankaþjónusta, sem meðal annars fól í sér stofnun aflandsfélaga. Það hafði í för með sér skattahagræði þrátt fyrir að eignin væri skráð á skattframtal því reglur um hlutafélög giltu um félögin. Þannig þurfti eingöngu að greiða skatt þegar peningur var tekinn úr félaginu. Málefni skattaskjóla hafa líklega aldrei komist í jafn mikil hámæli eins og síðustu daga vegna fjármála Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Komið hefur í ljós að öll áttu þau félög á aflandssvæðum. Það er hins vegar vart fyrir leikmann að skilja um hvað málið snýst. Við setjum upp eftirfarandi dæmi til útskýringar:Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, við opnun Landsbanka Íslands í Lúxemborg.Einstaklingur sem á tugi milljóna króna gengur inn í útibú Landsbanka Íslands í Austurstræti og óskar eftir aðstoð vegna peninganna. Ráðgjöf sérfræðinga bankans snýst um að hámarka arðsemina með fjárfestingum og viðskiptavinurinn er sammála því. Viðskiptavininum er beint til Landsbankans í Lúxemborg sem leggur til að stofnað verði félag á aflandssvæði svo viðskiptavinurinn þurfi einungis að „borga þá skatta sem nauðsynlegt er og enga óþarfa skatta“, eins og hátt settur starfsmaður gamla Landsbankans í Lúxemborg útskýrði fyrir blaðamanni. Félagið er svo eigandi bankareiknings í bankanum í Lúxemborg með sparnaði viðskiptavinarins eða verðbréfaeign. Peningarnir voru því aldrei bókstaflega færðir til Panama, Bresku Jómfrúaeyjanna eða annarra aflandssvæða, heldur héldu áfram að vera á reikningi í viðskiptabankanum. Eigandi reikningsins var einfaldlega ekki skráður með nafni heldur var félag hans skráð sem eigandinn. Þetta fyrirkomulag var löglegt og þeir starfsmenn gamla Landsbankans í Lúxemborg sem Fréttablaðið ræddi við fullyrða að bankinn hafi ekki undir neinum kringumstæðum aðstoðað viðskiptavini við skattaundanskot. Starfsmaður Landsbankans í dag fullyrðir hins vegar að margar leiðir hafi verið til skattaundanskota í gegnum félögin. Þegar kom að því að taka peninga út úr félaginu hafi til dæmis mátt mynda kröfu á félagið, jafnvel með persónulegri eyðslu, og þannig haft jafnvægi á milli skulda og eigna sem skilaði sér í lægri skattheimtu. Leki gagna úr Panama-skjölunum sýnir skakka mynd af umfangi íslenskra viðskipta. Samkvæmt gögnunum tengjast að minnsta kosti 600 Íslendingar um 800 aflandsfélögum, þar af tengdist Landsbankinn í Lúxemborg ríflega 400 félögum. Lekinn kemur aðeins frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sem Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að hafi meðal annars verið notuð af Búnaðarbankanum í Lúxemborg áður en Landsbanki Íslands keypti bankann. Landsbankinn lánaði jafnframt fé inn í félögin, með veði í eignum þess. Þannig var komist hjá stimpilgjaldi. Árið 1998 þegar Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var starfsmaður Landsbankans hélt hann kynningu um aflandsfélög. Þar kom fram að kostir félaganna væru meðal annars útlán án stimpilgjalds, enginn fjármagnstekjuskattur og algjör bankaleynd. „Það er útbreiddur misskilningur meðal almenning að offshore starfsemi tengist sjálfkrafa vafasömu fjármálavafstri, en offshore þjónusta er eðlilegur þáttur í vöru og þjónustuvali nánast allra virtra alþjóðlegra banka,“ segir í kynningunni. Ímynd aflandsviðskipta sé „frískleiki og í takt við tímann“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Efnameiri viðskiptavinum Landsbanka Íslands var fyrir hrun boðin eignastýringarþjónusta, eða einkabankaþjónusta, sem meðal annars fól í sér stofnun aflandsfélaga. Það hafði í för með sér skattahagræði þrátt fyrir að eignin væri skráð á skattframtal því reglur um hlutafélög giltu um félögin. Þannig þurfti eingöngu að greiða skatt þegar peningur var tekinn úr félaginu. Málefni skattaskjóla hafa líklega aldrei komist í jafn mikil hámæli eins og síðustu daga vegna fjármála Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Komið hefur í ljós að öll áttu þau félög á aflandssvæðum. Það er hins vegar vart fyrir leikmann að skilja um hvað málið snýst. Við setjum upp eftirfarandi dæmi til útskýringar:Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, við opnun Landsbanka Íslands í Lúxemborg.Einstaklingur sem á tugi milljóna króna gengur inn í útibú Landsbanka Íslands í Austurstræti og óskar eftir aðstoð vegna peninganna. Ráðgjöf sérfræðinga bankans snýst um að hámarka arðsemina með fjárfestingum og viðskiptavinurinn er sammála því. Viðskiptavininum er beint til Landsbankans í Lúxemborg sem leggur til að stofnað verði félag á aflandssvæði svo viðskiptavinurinn þurfi einungis að „borga þá skatta sem nauðsynlegt er og enga óþarfa skatta“, eins og hátt settur starfsmaður gamla Landsbankans í Lúxemborg útskýrði fyrir blaðamanni. Félagið er svo eigandi bankareiknings í bankanum í Lúxemborg með sparnaði viðskiptavinarins eða verðbréfaeign. Peningarnir voru því aldrei bókstaflega færðir til Panama, Bresku Jómfrúaeyjanna eða annarra aflandssvæða, heldur héldu áfram að vera á reikningi í viðskiptabankanum. Eigandi reikningsins var einfaldlega ekki skráður með nafni heldur var félag hans skráð sem eigandinn. Þetta fyrirkomulag var löglegt og þeir starfsmenn gamla Landsbankans í Lúxemborg sem Fréttablaðið ræddi við fullyrða að bankinn hafi ekki undir neinum kringumstæðum aðstoðað viðskiptavini við skattaundanskot. Starfsmaður Landsbankans í dag fullyrðir hins vegar að margar leiðir hafi verið til skattaundanskota í gegnum félögin. Þegar kom að því að taka peninga út úr félaginu hafi til dæmis mátt mynda kröfu á félagið, jafnvel með persónulegri eyðslu, og þannig haft jafnvægi á milli skulda og eigna sem skilaði sér í lægri skattheimtu. Leki gagna úr Panama-skjölunum sýnir skakka mynd af umfangi íslenskra viðskipta. Samkvæmt gögnunum tengjast að minnsta kosti 600 Íslendingar um 800 aflandsfélögum, þar af tengdist Landsbankinn í Lúxemborg ríflega 400 félögum. Lekinn kemur aðeins frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sem Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að hafi meðal annars verið notuð af Búnaðarbankanum í Lúxemborg áður en Landsbanki Íslands keypti bankann. Landsbankinn lánaði jafnframt fé inn í félögin, með veði í eignum þess. Þannig var komist hjá stimpilgjaldi. Árið 1998 þegar Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var starfsmaður Landsbankans hélt hann kynningu um aflandsfélög. Þar kom fram að kostir félaganna væru meðal annars útlán án stimpilgjalds, enginn fjármagnstekjuskattur og algjör bankaleynd. „Það er útbreiddur misskilningur meðal almenning að offshore starfsemi tengist sjálfkrafa vafasömu fjármálavafstri, en offshore þjónusta er eðlilegur þáttur í vöru og þjónustuvali nánast allra virtra alþjóðlegra banka,“ segir í kynningunni. Ímynd aflandsviðskipta sé „frískleiki og í takt við tímann“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira