Adrián López tryggði Villarreal 1-0 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á El Madrigal í kvöld.
Markið kom á annarri mínútu í uppbótartíma. Denis Suárez slapp þá inn fyrir vörn Liverpool og lagði boltann til hliðar á Adrián sem skoraði af öryggi.
Þetta var fyrsta tap Liverpool í Evrópudeildinni á tímabilinu en Jürgen Klopp geymdi framherjann Daniel Sturridge á bekknum allan tímann.
Seinni leikur liðanna fer fram á Anfield Road eftir viku.
Liverpool tapaði á marki í uppbótartíma
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn


Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti





Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM
Körfubolti

Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn
