Maggi segist í myndbandinu hafa átt farsælan feril sem matreiðslumeistari undanfarin þrjátíu ár. Hann hafi gaman að lífinu og hlakki til að vakna á morgnanna.
„Ég sá mér leik á borði að bjóða mig fram því ég á fullt erindi. Mig langar að gera embættið jákvætt. Ég er búinn að sjá það út að það er hægt að gera marga góða hluti á Bessastöðum. Vera í sambandi við fólkið í landinu, það er ég á jákvæðan hátt,“ segir hann.
Íslensk útgáfa af laginu Cotton eye Joe með Rednex er sungin í myndbandinu í flutningi Sóla Hólm, grínista og útvarpsmanns.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Uppfært:
Upphaflega kom fram í fréttinni að lagið væri í flutningi Magnúsar, en hið rétta er að Sóli Hólm syngur lagið.