Stóra spurningin Árni Páll Árnason skrifar 27. apríl 2016 07:00 Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri staðhæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskattanefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyrissjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim regluvörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skattaskjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugsunar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðsporshnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjólsríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lögmannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar Skoðun Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar Skoðun Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar Skoðun Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þegar bráðamóttakan drepur þig hraðar Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar Skoðun Samkeppnin tryggir hag neytenda Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Stóðhryssur ekki moldvörpur Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Valur Elli Valsson skrifar Skoðun Ábyrg stefna í útlendingamálum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Týndu hermennirnir okkar Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Gerist þetta aftur á morgun? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Staða þorpshálfvita er laus til umsóknar Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri staðhæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskattanefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyrissjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim regluvörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skattaskjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugsunar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðsporshnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjólsríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lögmannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið.
Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar
Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar
Skoðun Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar
Skoðun Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar
Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir skrifar