Ólafur Ragnar líkti sér við kaþólskan prest sem veitir syndaaflausn á EVE Fanfest Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 11:14 Óhætt er að segja að Ólafur hafi slegið í gegn á Eve Fanfest síðastliðna helgi. Vísir Ólafur Ragnar Grímsson forseti hélt ræðu við lokaathöfn Eve Fanfest síðastliðna helgi sem vakti mikla kátinu á meðal gesta á ráðstefnunni. Má í raun líkja ræðunni við hálfgert uppistand enda er Ólafur Ragnar einkar orðheppinn maður og mikill ræðuskörungur. Ræðuna má sjá hér að neðan.Aldrei fengið boð á EVE Fanfest en alltaf langað að mæta Í ræðunni þakkaði Ólafur fyrir að hafa verið „loksins boðið að vera með á ráðstefnunni.“ Sagði forsetinn hann hafa langað í mörg ár að koma og vera með en aldrei fengið boð og ekki verið viss um hvort það væri gott fyrir ímynd hans að mæta á viðburðinn óboðinn. Uppskar Ólafur Ragnar mikinn hlátur úr sal við þessa einlægu játningu. CCP bauð raunar Ólafi að koma þegar þjóðin öll hélt að hann væri að hætta en forsetinn sagðist vona að það hafi ekki komið þeim illa að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram aftur og hló. Þá þakkaði Ólafur gestum ráðstefnunnar kærlega fyrir að koma til Íslands og leggja þannig sköpunarkrafti Íslendinga lið.Ólafur Ragnar hélt ræðu á lokahófi EVE Fanfest.Vísir„Þakka ykkur kærlega, þið sem komuð alla leið til Íslands erlendis frá til að vera með okkur. Þið gerið ykkur kannski ekki grein fyrir því hversu kraftmikil heimsókn ykkar er,“ sagði Ólafur. Hann sagði ævintýri CCP hafa breytt því hvernig Íslendingar hugsa að vissu leyti, áður höfðu Íslendingar aðeins hugsað um sig í samhengi landsins en með tilkomu CCP hefðu Íslendingar farið að segja sögur fyrir allan heiminn. „Og við bjóðum ykkur og fólki alls staðar úr heiminum að koma og vera með á nýjan hátt.“ Sjá einnig: Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Ólafur segist hafa talið að ævintýri sem þetta væri ómögulegt. „Við héldum alltaf að ef við hefðum sagt sjálfum okkur söguna væri það nóg. Það hefur gert okkur kleift að skrifa sögur og ljóð í gegnum aldirnar þrátt fyrir að við værum fátæk þjóð. Þegar nútímatónlist náði vinsældum hér á landi og Björk og Sykurmolarnir og fleiri tóku að semja tónlist, þá var aðalmarkmið þeirra ekki að ná heimsfrægð heldur aðeins að koma sér á framfæri á Íslandi. Þannig að þessi árlega samkoma er ótrúleg umbreyting sem hefur átt sér stað í gegnum CCP og í EVE heiminum.“ Hann sagði eitt forréttinda sinnar forsetatíðar, sem gefið hefði honum von, er að hafa fengið að fylgja fyrirtækinu í gegnum hæðir og lægðir. „Það virtist ómöguleiki að við gætum skapað í þessu landi nýjan heim þar sem fólk alls staðar að úr heiminum kæmi saman. En það hefur gerst.“ Það er líf og fjör á skrifstofum CCP.Vísir/CCPÓlafur segist stöðugt spurður að því hvert sé leyndarmál Íslands, hvernig svo lítilli þjóð takist að skapa svo mikið. „Á hverju ári; nýjar bækur, ný frumkvöðlastarfsemi, ný fyrirtæki, nýjar kvikmyndir,“ taldi Ólafur upp. „Svarið er ótrúlegur sköpunarkraftur sem einhvern veginn hefur tekist að rækta í þessari litlu þjóð. Ykkar vera hér á hverju ári hefur mikil áhrif á okkar sjálfstraust til að halda áfram sköpun okkar,“ sagði Ólafur og sagðist vona að það væri ekki aðeins gaman á ráðstefnunni heldur gætu gestir einnig fundið til stolts yfir að hafa haft jákvæð áhrif á sköpunarkraft Íslendinga. Þá sagði Ólafur söguna af því hvernig hann hefði í hruninu ákveðið að ferðast í kringum landið.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSköpunarkrafturinn val 21. aldarinnar „Ég mun aldrei gleyma því þegar bankahrunið varð, þegar allt fjármálakerfið okkar brotnaði niður ef svo má segja og við vorum sýnishorn númer eitt fyrir misheppnað fjármálakerfi. Þá ákvað ég, eins og séra sem veitir syndaaflausn að ferðast um landið og hjálpa þjóðinni í gegnum áfallið og sorgina. Það var kannski einmitt hlutverk forseta, að verða eins og kaþólskur prestur, þjónn á erfiðum tímum.“CCP hefur náð gífurlegum vinsældum um heim allan með leik sínum EVE online.Vísir/CCPForsetinn segist hafa ferðast um vinnustaði landsins og ein eftirminnilegasta heimsóknin hafi verið til CCP þar sem andinn var léttur og starfsmenn fögnuðu allt að því fjármálahruninu. „Möguleikar CCP til að vaxa inn á alþjóðlegan markað voru hindraðir af stærð bankanna þar sem þeir tóku allt hæfasta og úrræðabesta starfsfólkið. En nú gat fyrirtækið boðið þetta fólk velkomið til sín.“ CCP stækkaði gífurlega í kjölfarið og hefur Ólafur sagt þessa sögu um heim allan. Sagan merkir að sköpunarkraftur sé besti valkosturinn á 21. öldinni, frekar en að hafa ofurtrú á fjármálakerfið. Ræðuna má sjá hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti hélt ræðu við lokaathöfn Eve Fanfest síðastliðna helgi sem vakti mikla kátinu á meðal gesta á ráðstefnunni. Má í raun líkja ræðunni við hálfgert uppistand enda er Ólafur Ragnar einkar orðheppinn maður og mikill ræðuskörungur. Ræðuna má sjá hér að neðan.Aldrei fengið boð á EVE Fanfest en alltaf langað að mæta Í ræðunni þakkaði Ólafur fyrir að hafa verið „loksins boðið að vera með á ráðstefnunni.“ Sagði forsetinn hann hafa langað í mörg ár að koma og vera með en aldrei fengið boð og ekki verið viss um hvort það væri gott fyrir ímynd hans að mæta á viðburðinn óboðinn. Uppskar Ólafur Ragnar mikinn hlátur úr sal við þessa einlægu játningu. CCP bauð raunar Ólafi að koma þegar þjóðin öll hélt að hann væri að hætta en forsetinn sagðist vona að það hafi ekki komið þeim illa að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram aftur og hló. Þá þakkaði Ólafur gestum ráðstefnunnar kærlega fyrir að koma til Íslands og leggja þannig sköpunarkrafti Íslendinga lið.Ólafur Ragnar hélt ræðu á lokahófi EVE Fanfest.Vísir„Þakka ykkur kærlega, þið sem komuð alla leið til Íslands erlendis frá til að vera með okkur. Þið gerið ykkur kannski ekki grein fyrir því hversu kraftmikil heimsókn ykkar er,“ sagði Ólafur. Hann sagði ævintýri CCP hafa breytt því hvernig Íslendingar hugsa að vissu leyti, áður höfðu Íslendingar aðeins hugsað um sig í samhengi landsins en með tilkomu CCP hefðu Íslendingar farið að segja sögur fyrir allan heiminn. „Og við bjóðum ykkur og fólki alls staðar úr heiminum að koma og vera með á nýjan hátt.“ Sjá einnig: Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Ólafur segist hafa talið að ævintýri sem þetta væri ómögulegt. „Við héldum alltaf að ef við hefðum sagt sjálfum okkur söguna væri það nóg. Það hefur gert okkur kleift að skrifa sögur og ljóð í gegnum aldirnar þrátt fyrir að við værum fátæk þjóð. Þegar nútímatónlist náði vinsældum hér á landi og Björk og Sykurmolarnir og fleiri tóku að semja tónlist, þá var aðalmarkmið þeirra ekki að ná heimsfrægð heldur aðeins að koma sér á framfæri á Íslandi. Þannig að þessi árlega samkoma er ótrúleg umbreyting sem hefur átt sér stað í gegnum CCP og í EVE heiminum.“ Hann sagði eitt forréttinda sinnar forsetatíðar, sem gefið hefði honum von, er að hafa fengið að fylgja fyrirtækinu í gegnum hæðir og lægðir. „Það virtist ómöguleiki að við gætum skapað í þessu landi nýjan heim þar sem fólk alls staðar að úr heiminum kæmi saman. En það hefur gerst.“ Það er líf og fjör á skrifstofum CCP.Vísir/CCPÓlafur segist stöðugt spurður að því hvert sé leyndarmál Íslands, hvernig svo lítilli þjóð takist að skapa svo mikið. „Á hverju ári; nýjar bækur, ný frumkvöðlastarfsemi, ný fyrirtæki, nýjar kvikmyndir,“ taldi Ólafur upp. „Svarið er ótrúlegur sköpunarkraftur sem einhvern veginn hefur tekist að rækta í þessari litlu þjóð. Ykkar vera hér á hverju ári hefur mikil áhrif á okkar sjálfstraust til að halda áfram sköpun okkar,“ sagði Ólafur og sagðist vona að það væri ekki aðeins gaman á ráðstefnunni heldur gætu gestir einnig fundið til stolts yfir að hafa haft jákvæð áhrif á sköpunarkraft Íslendinga. Þá sagði Ólafur söguna af því hvernig hann hefði í hruninu ákveðið að ferðast í kringum landið.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSköpunarkrafturinn val 21. aldarinnar „Ég mun aldrei gleyma því þegar bankahrunið varð, þegar allt fjármálakerfið okkar brotnaði niður ef svo má segja og við vorum sýnishorn númer eitt fyrir misheppnað fjármálakerfi. Þá ákvað ég, eins og séra sem veitir syndaaflausn að ferðast um landið og hjálpa þjóðinni í gegnum áfallið og sorgina. Það var kannski einmitt hlutverk forseta, að verða eins og kaþólskur prestur, þjónn á erfiðum tímum.“CCP hefur náð gífurlegum vinsældum um heim allan með leik sínum EVE online.Vísir/CCPForsetinn segist hafa ferðast um vinnustaði landsins og ein eftirminnilegasta heimsóknin hafi verið til CCP þar sem andinn var léttur og starfsmenn fögnuðu allt að því fjármálahruninu. „Möguleikar CCP til að vaxa inn á alþjóðlegan markað voru hindraðir af stærð bankanna þar sem þeir tóku allt hæfasta og úrræðabesta starfsfólkið. En nú gat fyrirtækið boðið þetta fólk velkomið til sín.“ CCP stækkaði gífurlega í kjölfarið og hefur Ólafur sagt þessa sögu um heim allan. Sagan merkir að sköpunarkraftur sé besti valkosturinn á 21. öldinni, frekar en að hafa ofurtrú á fjármálakerfið. Ræðuna má sjá hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira