30 ár frá slysinu í Chernobyl Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2016 12:45 Minningarathafnir eru haldnar víða í Úkraínu í dag til minningar þess að 30 ár eru liðin frá Chernobyl kjarnorkuslysinu. Tilraun í kjarnorkuverinu í Chernobyl mistókst að morgni 26. apríl 1986 með þeim afleiðingum að einn kjarnakljúfurinn bræddi úr sér. Um er ræða stærsta kjarnorkuslys sögunnar. Klukkan 13:23 að staðartíma í dag var bjöllum hringt og syrgjendur lögðu kransa að minnisvörðum. Klukkan var 13:23 þegar sprengingin varð í kjarnorkuverinu í apríl fyrir þremur áratugum. Geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið og tugir þúsunda þurftu að yfirgefa heimili sín. Fjölmargir létu lífið og afleiðingar slyssins finnast enn í Úkraínu og víðar. 31 lét lífið strax í kjölfar slyssins. Þar á meðal voru starfsmenn orkuversins og slökkviliðsmenn. Mikhail Gorbachev, fyrrum leiðtogi Sovíetríkjanna, hefur sagt að slysið hafi verið einn af síðustu nöglunum í líkkistu ríkjabandalagsins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir slysið hafa leitt til aukinnar tíðni krabbameina og annarra sjúkdóma á stórum svæðum. Þá hafi um 530 þúsund manns unnið við að draga úr mengun og hreinsa upp á svæðinu. Urðu margir þeirra fyrir mikilli geislun.Um 50 þúsund manns bjuggu í bænum Pripyat sem hafði verið byggður sérstaklega fyrir starfsmenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra. Þann 27. apríl voru allir íbúar bæjarins fluttir á brott í rútum. Þeim var skipað að pakka ekki miklu niður þar sem þau kæmu aftur eftir þrjá daga. Biðin reyndist lengri en það. Í heildina voru um 116 þúsund manns flutt af svæðinu.Reuters fréttaveitan fylgdi Zoya Perevozchenko og öðrum þegar þau heimsóttu fyrrum heimili sitt í Pripyat á dögunum. Hún bjó þar með manni sínum og börnum. Maður hennar Valeriy vann í kjarnorkuverinu og var einn þeirra sem lét lífið vegna geislunarinnar.Leikskóli í Pripyat.Vísir/EPA„Ég var í erfiðleikum með að finna íbúðina mína, bærinn er skógur núna. Tré vaxa í gegnum gangstéttirnar og á þökum húsa. Öll herbergi eru tóm, glerið er horfið úr gluggunum og allt er eyðilagt,“ sagði Perevozchenko, sem nú er 66 ára. Hún segir að enginn hafi útskýrt fyrir þeim hvað væri í gangi um leið og slysið varð. Hún og dætur hennar voru fluttar til Kiev, þar sem þær búa enn.Sjá einnig: Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti. Hin 64 ára gamla Valentina Yermakova segir það sárt að einhverjir hafi farið ránshendi um heimili sitt, eftir að hún og fjölskylda hennar var flutt á brott. Þau hafi læst hurðinni að íbúðinni, en hún hafi verið brotin niður. Henni reyndist mjög erfitt að snúa aftur í gömlu íbúðina sína, en eiginmaður hennar sem bjó þar með henni lést nokkrum árum eftir slysið vegna geislunar.Yermakova segir að þrátt fyrir að Pripyat sé í rúst líði henni enn eins og bærinn sé heimili hennar.Afmælishátíðin hefur notið mikillar athygli og þá sérstaklega þar sem stutt er í að smíði lýkur á sérstökum verndarskyldi yfir orkuverið. Byggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að geislavirk efni leki frá verinu á næstu hundrað árum. Byggingin er smíðuð með fjármagni sem veitt var af rúmlega 40 þjóðum um heim allan. Þrátt fyrir skýlið verður aðgengi að um 2.600 ferkílómetra svæði í kringum kjarnorkuverið að mestu áfram lokað almenningi. Sérfræðingar óttast að ef fleiri hlutar kjarnakljúfursins láta undan veðri og vindum gæti það leitt til meiri mengunar. Enn eru rúm 200 tonn af úraníumi í kjarnorkuverinu Hér að neðan má sjá á grafíkinni hvernig byggingin verður reist.Mengun er enn mikil á svæðum í kringum Chernobyl og verða íbúar fyrir henni. séstaklega má finna geislavirkni í matvælum af svæðinu. Af 50 sýnum af mjólk sem safnað var af svæðinu fundust caseium-137 í þeim öllum. Svæðið er þó orðið sérstaklega vinsælt meðal ferðamanna. Þrátt fyrir geislavirkni heimsóttu um 17 þúsund manns Chernobyl heim. Hér að neðan má sjá umfjöllun VICE um ferðamannaiðnaðinn.Heildarfjöldi látinna vegna slyssins liggur enn ekki fyrir en yfirvöld Sovíetríkjanna þögðu um slysið og földu gögn. WHO hafa áætlað að minnst níu þúsund hafi látið lífið en Greenpeace segja 90 þúsund manns. Kjarnorkuverið logaði í tíu daga og heimamenn fengu sínar upplýsingar að mestu með útvarpsútsendingum frá vesturhluta Evrópu. Eins og áður hefur komið fram, leið einn og hálfur dagur áður en íbúar Pripyat voru fluttir á brott. Alþjóðasamfélagið heyrði fyrst af slysinu þann 28. apríl, tveimur dögum seinna, þegar Svíar urðu varir við mikla geislavirkni. Það var ekki fyrr en 14. maí sem Mikhail Goarbachev, þáverandi leiðtogi Sovíetríkjanna tjáði sig um slysið og viðurkenndi að það hefði átt sér stað.Chernobyl kjarnorkuverið í mars 1986.Vísir/EPAYfirvöld Úkraínu hafa nú dregið úr stuðningi sínum við þá sem lifðu slysið af og mörgum þeirra finnst eins og þeirra eigin ríki hafi svikið þá. Börn fæðast enn með fæðingargalla vegna geislunnar og fjölmörg börn fá krabbamein. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í dag að sársaukinn vegna slyssin myndi aldrei hverfa. „Ekki er enn búið að vinna úr afleiðingum slyssins. Þær hafa verið byrði á úkraínsku þjóinni og við eigum enn langt í land með að losna undan þeirri byrði,“ sagði Poroshenko.Heimildamynd Discovery um slysið Tsjernobyl Úkraína Tengdar fréttir Frumkvöðullinn Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. 27. febrúar 2009 06:00 Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti Breskur heimildarmyndagerðamaður fór aðeins nokkra kílómetra frá kjarnorkuverinu í Chernobyl með myndavél og dróna. Þetta er afraksturinn. 30. nóvember 2014 12:41 Æsispennandi hrollvekja í draugaborginni Pripyat Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. 28. júní 2012 09:00 Börn líklegri til að fá krabbamein Börn sem búa nærri Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, eru tuttugu til fimmtíu sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í skjaldkirtli, en önnur börn. 8. október 2015 10:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Minningarathafnir eru haldnar víða í Úkraínu í dag til minningar þess að 30 ár eru liðin frá Chernobyl kjarnorkuslysinu. Tilraun í kjarnorkuverinu í Chernobyl mistókst að morgni 26. apríl 1986 með þeim afleiðingum að einn kjarnakljúfurinn bræddi úr sér. Um er ræða stærsta kjarnorkuslys sögunnar. Klukkan 13:23 að staðartíma í dag var bjöllum hringt og syrgjendur lögðu kransa að minnisvörðum. Klukkan var 13:23 þegar sprengingin varð í kjarnorkuverinu í apríl fyrir þremur áratugum. Geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið og tugir þúsunda þurftu að yfirgefa heimili sín. Fjölmargir létu lífið og afleiðingar slyssins finnast enn í Úkraínu og víðar. 31 lét lífið strax í kjölfar slyssins. Þar á meðal voru starfsmenn orkuversins og slökkviliðsmenn. Mikhail Gorbachev, fyrrum leiðtogi Sovíetríkjanna, hefur sagt að slysið hafi verið einn af síðustu nöglunum í líkkistu ríkjabandalagsins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir slysið hafa leitt til aukinnar tíðni krabbameina og annarra sjúkdóma á stórum svæðum. Þá hafi um 530 þúsund manns unnið við að draga úr mengun og hreinsa upp á svæðinu. Urðu margir þeirra fyrir mikilli geislun.Um 50 þúsund manns bjuggu í bænum Pripyat sem hafði verið byggður sérstaklega fyrir starfsmenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra. Þann 27. apríl voru allir íbúar bæjarins fluttir á brott í rútum. Þeim var skipað að pakka ekki miklu niður þar sem þau kæmu aftur eftir þrjá daga. Biðin reyndist lengri en það. Í heildina voru um 116 þúsund manns flutt af svæðinu.Reuters fréttaveitan fylgdi Zoya Perevozchenko og öðrum þegar þau heimsóttu fyrrum heimili sitt í Pripyat á dögunum. Hún bjó þar með manni sínum og börnum. Maður hennar Valeriy vann í kjarnorkuverinu og var einn þeirra sem lét lífið vegna geislunarinnar.Leikskóli í Pripyat.Vísir/EPA„Ég var í erfiðleikum með að finna íbúðina mína, bærinn er skógur núna. Tré vaxa í gegnum gangstéttirnar og á þökum húsa. Öll herbergi eru tóm, glerið er horfið úr gluggunum og allt er eyðilagt,“ sagði Perevozchenko, sem nú er 66 ára. Hún segir að enginn hafi útskýrt fyrir þeim hvað væri í gangi um leið og slysið varð. Hún og dætur hennar voru fluttar til Kiev, þar sem þær búa enn.Sjá einnig: Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti. Hin 64 ára gamla Valentina Yermakova segir það sárt að einhverjir hafi farið ránshendi um heimili sitt, eftir að hún og fjölskylda hennar var flutt á brott. Þau hafi læst hurðinni að íbúðinni, en hún hafi verið brotin niður. Henni reyndist mjög erfitt að snúa aftur í gömlu íbúðina sína, en eiginmaður hennar sem bjó þar með henni lést nokkrum árum eftir slysið vegna geislunar.Yermakova segir að þrátt fyrir að Pripyat sé í rúst líði henni enn eins og bærinn sé heimili hennar.Afmælishátíðin hefur notið mikillar athygli og þá sérstaklega þar sem stutt er í að smíði lýkur á sérstökum verndarskyldi yfir orkuverið. Byggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að geislavirk efni leki frá verinu á næstu hundrað árum. Byggingin er smíðuð með fjármagni sem veitt var af rúmlega 40 þjóðum um heim allan. Þrátt fyrir skýlið verður aðgengi að um 2.600 ferkílómetra svæði í kringum kjarnorkuverið að mestu áfram lokað almenningi. Sérfræðingar óttast að ef fleiri hlutar kjarnakljúfursins láta undan veðri og vindum gæti það leitt til meiri mengunar. Enn eru rúm 200 tonn af úraníumi í kjarnorkuverinu Hér að neðan má sjá á grafíkinni hvernig byggingin verður reist.Mengun er enn mikil á svæðum í kringum Chernobyl og verða íbúar fyrir henni. séstaklega má finna geislavirkni í matvælum af svæðinu. Af 50 sýnum af mjólk sem safnað var af svæðinu fundust caseium-137 í þeim öllum. Svæðið er þó orðið sérstaklega vinsælt meðal ferðamanna. Þrátt fyrir geislavirkni heimsóttu um 17 þúsund manns Chernobyl heim. Hér að neðan má sjá umfjöllun VICE um ferðamannaiðnaðinn.Heildarfjöldi látinna vegna slyssins liggur enn ekki fyrir en yfirvöld Sovíetríkjanna þögðu um slysið og földu gögn. WHO hafa áætlað að minnst níu þúsund hafi látið lífið en Greenpeace segja 90 þúsund manns. Kjarnorkuverið logaði í tíu daga og heimamenn fengu sínar upplýsingar að mestu með útvarpsútsendingum frá vesturhluta Evrópu. Eins og áður hefur komið fram, leið einn og hálfur dagur áður en íbúar Pripyat voru fluttir á brott. Alþjóðasamfélagið heyrði fyrst af slysinu þann 28. apríl, tveimur dögum seinna, þegar Svíar urðu varir við mikla geislavirkni. Það var ekki fyrr en 14. maí sem Mikhail Goarbachev, þáverandi leiðtogi Sovíetríkjanna tjáði sig um slysið og viðurkenndi að það hefði átt sér stað.Chernobyl kjarnorkuverið í mars 1986.Vísir/EPAYfirvöld Úkraínu hafa nú dregið úr stuðningi sínum við þá sem lifðu slysið af og mörgum þeirra finnst eins og þeirra eigin ríki hafi svikið þá. Börn fæðast enn með fæðingargalla vegna geislunnar og fjölmörg börn fá krabbamein. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í dag að sársaukinn vegna slyssin myndi aldrei hverfa. „Ekki er enn búið að vinna úr afleiðingum slyssins. Þær hafa verið byrði á úkraínsku þjóinni og við eigum enn langt í land með að losna undan þeirri byrði,“ sagði Poroshenko.Heimildamynd Discovery um slysið
Tsjernobyl Úkraína Tengdar fréttir Frumkvöðullinn Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. 27. febrúar 2009 06:00 Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti Breskur heimildarmyndagerðamaður fór aðeins nokkra kílómetra frá kjarnorkuverinu í Chernobyl með myndavél og dróna. Þetta er afraksturinn. 30. nóvember 2014 12:41 Æsispennandi hrollvekja í draugaborginni Pripyat Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. 28. júní 2012 09:00 Börn líklegri til að fá krabbamein Börn sem búa nærri Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, eru tuttugu til fimmtíu sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í skjaldkirtli, en önnur börn. 8. október 2015 10:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Frumkvöðullinn Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. 27. febrúar 2009 06:00
Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti Breskur heimildarmyndagerðamaður fór aðeins nokkra kílómetra frá kjarnorkuverinu í Chernobyl með myndavél og dróna. Þetta er afraksturinn. 30. nóvember 2014 12:41
Æsispennandi hrollvekja í draugaborginni Pripyat Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. 28. júní 2012 09:00
Börn líklegri til að fá krabbamein Börn sem búa nærri Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, eru tuttugu til fimmtíu sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í skjaldkirtli, en önnur börn. 8. október 2015 10:24