Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 16:03 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira