Björk ekki fjárhagslegur bakhjarl Andra Snæs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 15:28 Andri Snær og Björk á fundi í Gamla bíói í nóvember. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira