White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2016 21:44 Vísir/Getty Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“ MMA Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“
MMA Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira