Samskipti í gegnum loftbylgjur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 22. apríl 2016 12:00 Bækur Raddir úr húsi loftskeytamannsins Steinunn G. Helgadóttir Kápa: Halla Sigga/Forlagið Ljósmyndir: Steinunn G. Helgadóttir JPV 287 bls. – Prentun Oddi Loftskeytamaðurinn er í sambandi við fólk um allan heim gegnum loftbylgjur en kann ekki vel á mannleg samskipti í raunheimum. Hann skrifar skáldsögur sem aðrir rithöfundar virðast geta stolið af honum áður en hann nær að koma þeim út sjálfur. Þessar sögur og sögur sem tengjast þeim, auk sögu loftskeytamannsins sem hann þekkir ekki nema að litlu leyti sjálfur, eru sagðar í bókinni Raddir úr húsi loftskeytamannsins. Sögurnar fjalla flestar að einhverju leyti um að finna sér sinn stað, hvað má og hvað má ekki innan ákveðinna rýma og hvernig persónurnar ýmist sætta sig við þann raunveruleika eða, sem er oftar, annaðhvort berjast gegn skilgreiningunni eða beygja rýmið undir sig, búa til nýtt samhengi eins og til dæmis þrír ættliðir sem búa sér heimili í sjoppu. Það eru líka átök um rýmið, gömul kona snýr á erfingjana, læsir íbúðinni og strýkur til Kanarí, þunglyndur miðbæjarbúi finnur lífsgleðina aftur í því að verja bílastæðið sitt og sumarbústaðaeigendur samliggjandi lóða elda grátt silfur saman. Raddir úr húsi loftskeytamannsins er haganlega fléttuð bók þar sem söguþræðir eru spunnir sundur og saman á heillandi hátt. Í hverri sögu má finna persónu eða vísun úr annarri sögu sem opnar söguheiminn og býr til marglaga frásögn þar sem í raun má segja að hver saga sé hluti af hinum, auki skilning á atburðarás en ekki síður persónunum sem fá fleiri víddir eftir því sem þær eru sýndar frá fleiri sjónarhornum. Saga loftskeytamannsins verður líka saga kvennanna í sjoppunni sem verður aftur eins konar miðdepill sem kemur nánast við hverja einustu sögu. Margar persónurnar leita líka að stað eða rými innra með sér eða í tengslum við aðra, leita uppruna síns eða merkingar með því að reyna að skilja fortíðina. Samband foreldra og barna er oft í forgrunni og fjallað um lífið bæði í upphafi og enda og handan við þær skilgreiningar, einhverjir endurfæðast, aðrir ganga aftur, sumir lifa áfram í afkomendum sem þeir sinntu aldrei og vissu jafnvel ekki af, aðrir í draumnum um það sem aldrei varð. Þeir einu sem virðast vera viðvarandi hamingjusamir eru þeir sem hafa fest líf sitt í einhverjar skorður, hvort sem þær eru túlkaðar bókstaflega sem rými sem afmarkar veruleika sögupersónanna eða í þröngu sálarrými þess sem tekur enga áhættu á tengslum eða atburðarás sem gæti farið úr skorðum. Þó finna aðrir líf, en ekki endilega fró, í því að ögra umhverfinu og römmunum sem þeim eru settir, í því að berjast fyrir því sem skiptir þá máli, leita að svörum í fortíðinni, einhverju samhengi sem gæti fært með sér einhver svör. Þetta er mjög falleg bók og greinilegt að höfundurinn hefur vandað til verka. Stíllinn er léttur og auðlesinn, myndirnar skýrt dregnar af höfundi sem ekki fer á milli mála að er myndlistarkona líka, persónurnar heillandi og sögurnar þeirra geta af sér nýjar sögur í huga lesandans. Þessa bók má lesa hægt, fletta fram og til baka og fá þannig dýpri skilning á persónum, framvindu og jafnvel sínu eigin lífi.Niðurstaða: Falleg bók sem er hægt að lesa aftur og aftur og finna nýja fleti á fólki og sögum, jafnvel sínum eigin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. apríl. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Raddir úr húsi loftskeytamannsins Steinunn G. Helgadóttir Kápa: Halla Sigga/Forlagið Ljósmyndir: Steinunn G. Helgadóttir JPV 287 bls. – Prentun Oddi Loftskeytamaðurinn er í sambandi við fólk um allan heim gegnum loftbylgjur en kann ekki vel á mannleg samskipti í raunheimum. Hann skrifar skáldsögur sem aðrir rithöfundar virðast geta stolið af honum áður en hann nær að koma þeim út sjálfur. Þessar sögur og sögur sem tengjast þeim, auk sögu loftskeytamannsins sem hann þekkir ekki nema að litlu leyti sjálfur, eru sagðar í bókinni Raddir úr húsi loftskeytamannsins. Sögurnar fjalla flestar að einhverju leyti um að finna sér sinn stað, hvað má og hvað má ekki innan ákveðinna rýma og hvernig persónurnar ýmist sætta sig við þann raunveruleika eða, sem er oftar, annaðhvort berjast gegn skilgreiningunni eða beygja rýmið undir sig, búa til nýtt samhengi eins og til dæmis þrír ættliðir sem búa sér heimili í sjoppu. Það eru líka átök um rýmið, gömul kona snýr á erfingjana, læsir íbúðinni og strýkur til Kanarí, þunglyndur miðbæjarbúi finnur lífsgleðina aftur í því að verja bílastæðið sitt og sumarbústaðaeigendur samliggjandi lóða elda grátt silfur saman. Raddir úr húsi loftskeytamannsins er haganlega fléttuð bók þar sem söguþræðir eru spunnir sundur og saman á heillandi hátt. Í hverri sögu má finna persónu eða vísun úr annarri sögu sem opnar söguheiminn og býr til marglaga frásögn þar sem í raun má segja að hver saga sé hluti af hinum, auki skilning á atburðarás en ekki síður persónunum sem fá fleiri víddir eftir því sem þær eru sýndar frá fleiri sjónarhornum. Saga loftskeytamannsins verður líka saga kvennanna í sjoppunni sem verður aftur eins konar miðdepill sem kemur nánast við hverja einustu sögu. Margar persónurnar leita líka að stað eða rými innra með sér eða í tengslum við aðra, leita uppruna síns eða merkingar með því að reyna að skilja fortíðina. Samband foreldra og barna er oft í forgrunni og fjallað um lífið bæði í upphafi og enda og handan við þær skilgreiningar, einhverjir endurfæðast, aðrir ganga aftur, sumir lifa áfram í afkomendum sem þeir sinntu aldrei og vissu jafnvel ekki af, aðrir í draumnum um það sem aldrei varð. Þeir einu sem virðast vera viðvarandi hamingjusamir eru þeir sem hafa fest líf sitt í einhverjar skorður, hvort sem þær eru túlkaðar bókstaflega sem rými sem afmarkar veruleika sögupersónanna eða í þröngu sálarrými þess sem tekur enga áhættu á tengslum eða atburðarás sem gæti farið úr skorðum. Þó finna aðrir líf, en ekki endilega fró, í því að ögra umhverfinu og römmunum sem þeim eru settir, í því að berjast fyrir því sem skiptir þá máli, leita að svörum í fortíðinni, einhverju samhengi sem gæti fært með sér einhver svör. Þetta er mjög falleg bók og greinilegt að höfundurinn hefur vandað til verka. Stíllinn er léttur og auðlesinn, myndirnar skýrt dregnar af höfundi sem ekki fer á milli mála að er myndlistarkona líka, persónurnar heillandi og sögurnar þeirra geta af sér nýjar sögur í huga lesandans. Þessa bók má lesa hægt, fletta fram og til baka og fá þannig dýpri skilning á persónum, framvindu og jafnvel sínu eigin lífi.Niðurstaða: Falleg bók sem er hægt að lesa aftur og aftur og finna nýja fleti á fólki og sögum, jafnvel sínum eigin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. apríl.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira