Segir Ólaf Ragnar skipa sér á bekk með Mugabe Höskuldur Kári Schram skrifar 21. apríl 2016 18:45 Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli. Halla lýsti yfir framboði 17. mars síðastliðinn en í dag opnaði hún kosningamiðstöð sína að Hæðasmára í Kópavogi. Hún segist ekki hafa íhugað að draga framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér á ný. „Ég tel að [ákvörðun Ólafs] muni skerpa línurnar í þessari kosningabaráttu. Þetta er lýðræðislegur réttur hans af því að við erum ekki búin að skýra leikreglurnar og setja mörk á það hversu lengi forseti Íslands má sitja. En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe,“ segir Halla. Hún gefur lítið fyrir rök Ólafs um ríkjandi óvissu í íslensku samfélagi og segir að hann ætti frekar að vera heiðarlegur og sýna öðrum virðingu með því að viðurkenna að hann vilji einfaldlega vera forseti áfram. „Ég held að hann hafi verið að segja þessa hluti frá því ég var í sex ára bekk. Ég man fyrst að hann talaði um óvissu og ótta þegar ég var í sex ára bekk. Ég er að verða fimmtug núna. Ég held að hann hafi fengið fullt af tækifærum í nógu langan tíma til að sýna hvað hann getur lagt af mörkum. Nú er kominn tími á nýjan tón og skipta um plötu á fóninum og horfa til framtíðar,“ segir Halla. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli. Halla lýsti yfir framboði 17. mars síðastliðinn en í dag opnaði hún kosningamiðstöð sína að Hæðasmára í Kópavogi. Hún segist ekki hafa íhugað að draga framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér á ný. „Ég tel að [ákvörðun Ólafs] muni skerpa línurnar í þessari kosningabaráttu. Þetta er lýðræðislegur réttur hans af því að við erum ekki búin að skýra leikreglurnar og setja mörk á það hversu lengi forseti Íslands má sitja. En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe,“ segir Halla. Hún gefur lítið fyrir rök Ólafs um ríkjandi óvissu í íslensku samfélagi og segir að hann ætti frekar að vera heiðarlegur og sýna öðrum virðingu með því að viðurkenna að hann vilji einfaldlega vera forseti áfram. „Ég held að hann hafi verið að segja þessa hluti frá því ég var í sex ára bekk. Ég man fyrst að hann talaði um óvissu og ótta þegar ég var í sex ára bekk. Ég er að verða fimmtug núna. Ég held að hann hafi fengið fullt af tækifærum í nógu langan tíma til að sýna hvað hann getur lagt af mörkum. Nú er kominn tími á nýjan tón og skipta um plötu á fóninum og horfa til framtíðar,“ segir Halla.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira