Það var á þriðjudaginn og hefur MMA-heimurinn verið á hvolfi síðan.
Í nýja tístinu segir Conor að það verði ekki meira sprell. Von sé á yfirlýsingu fljótlega.
Hann tísti reyndar nánast sama tístinu í gær en tók það tíst út nokkrum sekúndum síðar.
Það er í raun komið að dómsdegi hjá honum. Ef hann fer ekki til Las Vegas í dag er hann endanlega úr leik í UFC 200 og mun þá einnig missa beltið sitt.
Conor er staddur á Íslandi, eins og flestum ætti, að vera kunnugt um en ef hann verður hér áfram fer hann svo til Írlands með Gunnari Nelson og félögum á mánudag.
Ok no more games.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 21, 2016
I am going to release a statement shortly.