Opel Astra, nýjasti smellurinn frá Opel, hefur sópað til sín verðlaunum undanfarna mánuði. Einn titill stendur uppúr; Bíll ársins í Evrópu. Það er eftirsóttasti vegsauki sem bílaframleiðendum hlotnast.
Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, segir að fyrirtækið hafi tekið upp samstarf við annan glæsilegan sigurvegara, íþróttamann ársins á Íslandi og Ólympíufarann, Eygló Ósk Gústafsdóttur.
Hún ekur nú verðlaunagripnum Opel Astra milli þess sem hún æfir sundtökin. Þar fara því saman tveir afburðakraftar; Opel Astra og Eygló Ósk.
