Conor kom hingað til lands ásamt átta manna fylgdarliði. Hann er að æfa með Gunnari Nelson sem keppir þann 8. maí í Rotterdam.
Conor á að vera mættur til Las Vegas í vinnu hjá UFC á föstudag en ætlar ekki að mæta. Þess vegna fær hann ekki að keppa á UFC 200. Það er útskýring UFC í málinu.
Sjá einnig: Conor segist vera hættur
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, birti mynd af sér með Conor í gærkvöldi þar sem hópurinn var að snæða á Vegamótum í rólegheitunum.
Það er létt yfir Conor á myndinni en hann var þá nýbúinn með æfingu hjá Mjölni.
Það héldu margir að tíst hans í gær um að hann væri hættur væri grín en nú hefur komið í ljós að svo er alls ekki fyrst hann verður ekki með á UFC 200.
Nú bíður heimurinn spenntur eftir næsta útspili hans.
Uppfært:
Í fyrstu var því haldið fram að snæðingurinn hefði verið á Grillmarkaðnum en hann var víst á Vegamótum.
Interesting day to say the least. Just finished dinner with friends and family.@TheNotoriousMMA @peterqueally pic.twitter.com/Zxm63i1Lxc
— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) April 20, 2016