Það kvöld á að vera það stærsta í sögu UFC og Conor átti að vera aðalstjarnan á kvöldinu. Þá ætlaði hann að freista þess að ná fram hefndum gegn Nate Diaz.
Sjá einnig: Conor segist vera hættur
White sagði að UFC hefði ákveðið að taka Conor af kvöldinu þar sem hann var ekki til í að koma til Las Vegas á laugardag og taka þátt í að kynna kvöldið.
Sérstök ástæða sem margir taka ekki fullgilda. Almennt er talið að málið risti enn dýpra og að það sé ósætti í gangi á milli Conor og UFC. Líklega snúist deila þeirra um peninga.
Sjá einnig: Conor við íslenskan blaðamanna: I'm retired, fuck interviews
White kom fram á SportsCenter á ESPN um fjórum tímum eftir að Conor tilkynnti að hann væri hættur. Þar tjáði hann heiminum tíðindin um UFC 200 og reyndi að tala vel um Írann.

Sjá einnig: Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor
„Conor neitaði bara að koma og taka þátt í auglýsingatökum. Hann segist vera að æfa á Íslandi og geti því ekki komið.“
White sagði einnig að einum bardaga yrði bætt við UFC 200 út af þessum tíðindum.
Nú vantar líka aðalbardaga fyrir kvöldið og aðalslúðrið er að Nate Diaz muni berjast við Georges St-Pierre sem hefur ekki barist síðan 2013.