Heimir Örn hættir við Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2016 00:02 Heimir Örn Hólmarsson. Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur, sem lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann hyggðist bjóða sig fram til forseta, hefur dregið framboð sitt til baka í ljósi þess að Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hyggst bjóða sig fram að nýju. Heimir er sá þriðji sem dregur framboð sitt til baka í kjölfar yfirlýsingar Ólafs Ragnars, á eftir þeim Guðmundi Franklín Jónssyni og Vigfúsi Bjarna Albertssyni. Þá hefur Bergþór Pálsson söngvari lýst því yfir að hann ætli ekki fram og þau Guðni Th. Jóhannesson og Guðrún Nordal, sem komin voru á fremsta hlunn með að bjóða sig fram, ætla að íhuga stöðu sína. Heimir Örn greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla, sem birt er hér að neðan í heild sinni:Í ljósi framboðs sitjandi forseta hef ég ákveðið að draga framboð mitt til baka. Ég fór í þetta framboð með það að markmiði að taka þátt í að breyta samfélaginu sem við búum í til hins betra. Við búum í dag við að brotið er á mannréttindum fólks, minnihlutahópar eru útskúfaðir og lýðræði ræður ekki ríkjum. Með framboði mínu vildi ég leggja áherslur á grunnstoðir samfélags okkar Íslendinga. Má þar nefna bætt siðferði í íslenskri stjórnsýslu, tala fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu, vekja máls á mannréttindum öryrkja og aðgengismálum þeirra og gefa fólkinu í landinu rödd við lagasetningu í okkar samfélagi. Ég vænti þess af frambjóðendum að þau berjist áfram fyrir breytingum í samfélaginu, að þau hvetji þjóðina til að taka skrefið fram á við og þau standi vörð um mannréttindi. Það þarf að uppræta fordóma og siðleysi. Ég mun áfram stuðla að betra samfélagi og láta mig dreyma um að þessi málefni fái framgang í okkar samfélagi í framtíðinni. Ég óska öllum frambjóðendum góðs gengis. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð. Stuðningurinn sem ég hef fundið fyrir er mér ómetanlegur. Áfram Ísland. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur, sem lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann hyggðist bjóða sig fram til forseta, hefur dregið framboð sitt til baka í ljósi þess að Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hyggst bjóða sig fram að nýju. Heimir er sá þriðji sem dregur framboð sitt til baka í kjölfar yfirlýsingar Ólafs Ragnars, á eftir þeim Guðmundi Franklín Jónssyni og Vigfúsi Bjarna Albertssyni. Þá hefur Bergþór Pálsson söngvari lýst því yfir að hann ætli ekki fram og þau Guðni Th. Jóhannesson og Guðrún Nordal, sem komin voru á fremsta hlunn með að bjóða sig fram, ætla að íhuga stöðu sína. Heimir Örn greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla, sem birt er hér að neðan í heild sinni:Í ljósi framboðs sitjandi forseta hef ég ákveðið að draga framboð mitt til baka. Ég fór í þetta framboð með það að markmiði að taka þátt í að breyta samfélaginu sem við búum í til hins betra. Við búum í dag við að brotið er á mannréttindum fólks, minnihlutahópar eru útskúfaðir og lýðræði ræður ekki ríkjum. Með framboði mínu vildi ég leggja áherslur á grunnstoðir samfélags okkar Íslendinga. Má þar nefna bætt siðferði í íslenskri stjórnsýslu, tala fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu, vekja máls á mannréttindum öryrkja og aðgengismálum þeirra og gefa fólkinu í landinu rödd við lagasetningu í okkar samfélagi. Ég vænti þess af frambjóðendum að þau berjist áfram fyrir breytingum í samfélaginu, að þau hvetji þjóðina til að taka skrefið fram á við og þau standi vörð um mannréttindi. Það þarf að uppræta fordóma og siðleysi. Ég mun áfram stuðla að betra samfélagi og láta mig dreyma um að þessi málefni fái framgang í okkar samfélagi í framtíðinni. Ég óska öllum frambjóðendum góðs gengis. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð. Stuðningurinn sem ég hef fundið fyrir er mér ómetanlegur. Áfram Ísland.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira