Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Sema Erla Serdar skrifar 30. apríl 2016 07:00 Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun