Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, átti enn einn stórleikinn þegar Seltirningar unnu öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í Garðabænum í kvöld.
Íris varði 20 af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig í leiknum sem gerir 59% hlutfallsmarkvörslu. Hún var að vonum ánægð með eigin frammistöðu sem og alls Gróttuliðsins.
„Við mættum mjög tilbúnar til leiks og ég er rosalega ánægð með okkur. Að sama skapi vorum við heppnar með að þær hittu á slakan dag eins og öll lið geta átt,“ sagði markvörðurinn öflugi í leikslok.
„Ef við mætum svona til leiks held ég að við tökum þetta á föstudaginn. En þetta snýst um að halda áfram og við þurfum að koma okkur niður á jörðina,“ bætti Íris við en Grótta hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni í ár.
Íris hrósaði varnarleik Gróttu og segir hann eiga stóran þátt í hennar frammistöðu í markinu.
„Ég er með frábæra vörn fyrir framan mig og ég held að Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] sé yfirleitt með svipað marga varða bolta og ég. Auðvitað munar rosalega um að hafa svona sterka vörn fyrir framan sig,“ sagði Íris hógvær að lokum.
Íris Björk: Munar rosalega að hafa svona sterka vörn fyrir framan sig
Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
