Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:08 Guðni í Salnum Kópavogi þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Vísir/Ernir „Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
„Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52
Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38