Ný eyðslugrönn V6 EcoBoost vél í Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 11:26 Nýja vélin skoðuð. Ford smíðar nú F-150 pallbíl sinn að mestu úr áli, en með þeirri breytingu á bílnum í fyrra varð engin breyting undir húddinu. Til og með 2017 árgerð bílsins verður þó breyting á, en Ford ætlar að bjóða 3,5 lítra nýja V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum í bílnum. Með henni mun bíllinn eyða talsvert minna en núverandi 3,5 lítra vél. Við þessa vél verður tengd hin nýja 10 gíra sjálfskipting sem Ford þróaði með General Motors. Þessi nýja vél getur sleppt gírum í hröðum skiptingum og með því eyða minna. Auk þess kemur vélin með start-stop tækni sem ekki hefur áður sést í bílum. Aðrar gerðir Ford F-150 verða áfram með 6 gíra sjálfskiptingu. Nýja V6 EcoBoost vélin er skráð fyrir 365 hestöflum og 450 pund-feta togi. Hún notast við tvöfalt innsprautunarkerfi, beina innspýtingu og svokölluðu “port-injection” kerfi þegar vélin er köld eða undir litlu álagi. Þessi tvö innspýtingarkerfi vélarinnar geta einnig unnið bæði samtímis. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent
Ford smíðar nú F-150 pallbíl sinn að mestu úr áli, en með þeirri breytingu á bílnum í fyrra varð engin breyting undir húddinu. Til og með 2017 árgerð bílsins verður þó breyting á, en Ford ætlar að bjóða 3,5 lítra nýja V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum í bílnum. Með henni mun bíllinn eyða talsvert minna en núverandi 3,5 lítra vél. Við þessa vél verður tengd hin nýja 10 gíra sjálfskipting sem Ford þróaði með General Motors. Þessi nýja vél getur sleppt gírum í hröðum skiptingum og með því eyða minna. Auk þess kemur vélin með start-stop tækni sem ekki hefur áður sést í bílum. Aðrar gerðir Ford F-150 verða áfram með 6 gíra sjálfskiptingu. Nýja V6 EcoBoost vélin er skráð fyrir 365 hestöflum og 450 pund-feta togi. Hún notast við tvöfalt innsprautunarkerfi, beina innspýtingu og svokölluðu “port-injection” kerfi þegar vélin er köld eða undir litlu álagi. Þessi tvö innspýtingarkerfi vélarinnar geta einnig unnið bæði samtímis.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent