Erlent

Fylgstu með þvergöngu Merkúríusar fyrir sólu í beinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þvergöngur reikistjarna fyrir sólina eru sjaldgæf fyrirbæri.
Þvergöngur reikistjarna fyrir sólina eru sjaldgæf fyrirbæri. Mynd/NASA
Í dag á sér afar sjaldgæfur atburður stað þegar plánetan Merkúríus gengur fyrir sólu í fyrsta sinn síðan árið 2006.

Þvergangan stendur hefst klukkan 11.12 að íslenskum tíma og stendur yfir í um sjö og hálfan tíma til klukkan 18.42 í kvöld.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd ætti vel vera hægt að fylgjast með þvergöngunni frá Íslandi en nota þarf stjörnusjónauka með sólarsíu til þess að fylgjast með þvergöngunni á öruggan hátt.

Dökkgult táknar þar sem fylgjast má með þvergöngunni frá upphafi til enda, ljósgult táknar þar sem fylgjast má með henni að hluta til og hvítt þar sem þvergangan sést ekki.Mynd/Europlanet
Fyrir þá sem hafa ekki aðgang að hæfilegum tækjum eru bæði Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, og Geimferðastofnun Evrópu, ESA; með beinar útsendingar frá þvergöngunni sem sjá má hér að neðan.

Útsending ESA

Útsending NASA

Hvað er svona merkilegt við þvergöngu Merkúríusar?

Líkt og kemur fram á Stjörnufræðivefnum eru þvergöngur reikistjarna fyrir sólina sjaldgæf fyrirbæri en á hverri öld gengur Merkúríus þrettán til fjórtán sinnum fyrir sólu.

Merkúríus gekk seinast fyrir sólina hinn 8. nóvember 2006 en sú þverganga sást ekki frá Íslandi. Næsta þverganga verður 11. nóvember 2019 en síðan ekki fyrr en 8. nóvember 2032.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×