Gunnar: Þetta var stórsigur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2016 06:30 Gunnar Nelson var í miklu stuði í búrinu í gær og hér fær Tumenov að kenna á þungu sparki frá Gunnari. fréttablaðið/getty „Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam. Gunnar bauð upp á frábæra frammistöðu í bardaganum og kláraði Rússann á uppgjafartaki í annarri lotu. Frá fyrstu sekúndu var Gunnar mjög beittur. Mætti rússneska rotaranum standandi. Var gríðarlega hraður og lét höggin dynja á Rússanum.Mjög erfiður bardagi Hann tók hann svo niður í strigann um miðja lotuna og héldu þá margir að ballið væri búið. Rússinn náði aftur á móti að standa á fætur þegar hálf mínúta var eftir af lotunni og framlengja bardagann. Tumenov ætlaði að svara fyrir sig í annarri lotu en Gunnar var kominn á bragðið. Sjálfstraustið í botni. Gunnar kom Tumenov aftur niður í gólfið og að þessu sinni var engin undankomuleið. Er 1,45 mínútur voru eftir af lotunni gafst Rússinn upp er Gunnar var kominn með aðra höndina undir hálsinn á honum. „Þetta var mjög erfiður bardagi. Það var mikil orka í þessum bardaga. Það er mismunandi eftir bardögum hversu mikið menn slaka á og svona. Það var mikil spenna allan bardagann á milli okkar,“ segir Gunnar og bætir við að bardaginn hafi gengið eins og hann sá hann fyrir sér.Gunnar er hér að klára bardagann.vísir/gettyGekk allt upp „Planið var að mýkja hann aðeins. Vera hraður og hreyfanlegur. Lesa hann og taka hann svo niður. Ég ætlaði svo að klára hann í gólfinu. Ég sá það fyrir mér sem plan A án þess að ég sé mikill planari.“ Þó að Rússinn sé hættulegur rotari lá Gunnari ekkert á að taka hann niður í gólfið. Hann vildi fá tilfinningu fyrir honum fyrst. Gunnar náði svo yfirburðastöðu í gólfinu í fyrstu lotu en náði ekki að klára dæmið þá. „Ég var smá fúll út í sjálfan mig að hafa misst jafnvægið og hann. Það var klaufalegt fannst mér. Hann gerði ekkert sérstakt til að losa sig. Ég dottaði í sekúndubrot. Það gerist ekki aftur,“ segir Gunnar ákveðinn en honum leið mjög vel í bardaganum.Alltaf leiðinlegt að tapa Þó að Gunnar hafi unnið mjög sannfærandi þá fékk hann smá skurð við annað augað í bardaganum. „Ég held að ég hafi fengið þennan skurð er hann setti puttana á fullu í andlitið á mér. Ég fékk fingurinn inn í augað og sá frekar illa með auganu í smá tíma á eftir.“ Gunnar fékk víða hrós á internetinu eftir bardagann og sumir af helstu MMA-sérfræðingum heims sögðu að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC.Tumenov er hörkugæi „Ég á eftir að horfa á hann aftur áður en ég get tjáð mig almennilega um það. Þetta var mjög gott. Þetta er hörkugæi sem ég mætti. Á bjarta framtíð fyrir sér og á flugi. Þetta var stórsigur. Það er engin spurning,“ segir Gunnar en hann hefur hug á að berjast aftur fljótlega en fyrst ætlar hann í frí og svo beint að æfa aftur. „Það er yfirleitt þannig eftir bardaga að fargi er af manni létt. Það hefði verið leiðinlegt að tapa tvisvar í röð. Það er reyndar alltaf leiðinlegt að tapa. Það var frábært fyrir mig að þetta skildi enda svona.“ MMA Tengdar fréttir Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24 Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03 Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05 Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
„Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam. Gunnar bauð upp á frábæra frammistöðu í bardaganum og kláraði Rússann á uppgjafartaki í annarri lotu. Frá fyrstu sekúndu var Gunnar mjög beittur. Mætti rússneska rotaranum standandi. Var gríðarlega hraður og lét höggin dynja á Rússanum.Mjög erfiður bardagi Hann tók hann svo niður í strigann um miðja lotuna og héldu þá margir að ballið væri búið. Rússinn náði aftur á móti að standa á fætur þegar hálf mínúta var eftir af lotunni og framlengja bardagann. Tumenov ætlaði að svara fyrir sig í annarri lotu en Gunnar var kominn á bragðið. Sjálfstraustið í botni. Gunnar kom Tumenov aftur niður í gólfið og að þessu sinni var engin undankomuleið. Er 1,45 mínútur voru eftir af lotunni gafst Rússinn upp er Gunnar var kominn með aðra höndina undir hálsinn á honum. „Þetta var mjög erfiður bardagi. Það var mikil orka í þessum bardaga. Það er mismunandi eftir bardögum hversu mikið menn slaka á og svona. Það var mikil spenna allan bardagann á milli okkar,“ segir Gunnar og bætir við að bardaginn hafi gengið eins og hann sá hann fyrir sér.Gunnar er hér að klára bardagann.vísir/gettyGekk allt upp „Planið var að mýkja hann aðeins. Vera hraður og hreyfanlegur. Lesa hann og taka hann svo niður. Ég ætlaði svo að klára hann í gólfinu. Ég sá það fyrir mér sem plan A án þess að ég sé mikill planari.“ Þó að Rússinn sé hættulegur rotari lá Gunnari ekkert á að taka hann niður í gólfið. Hann vildi fá tilfinningu fyrir honum fyrst. Gunnar náði svo yfirburðastöðu í gólfinu í fyrstu lotu en náði ekki að klára dæmið þá. „Ég var smá fúll út í sjálfan mig að hafa misst jafnvægið og hann. Það var klaufalegt fannst mér. Hann gerði ekkert sérstakt til að losa sig. Ég dottaði í sekúndubrot. Það gerist ekki aftur,“ segir Gunnar ákveðinn en honum leið mjög vel í bardaganum.Alltaf leiðinlegt að tapa Þó að Gunnar hafi unnið mjög sannfærandi þá fékk hann smá skurð við annað augað í bardaganum. „Ég held að ég hafi fengið þennan skurð er hann setti puttana á fullu í andlitið á mér. Ég fékk fingurinn inn í augað og sá frekar illa með auganu í smá tíma á eftir.“ Gunnar fékk víða hrós á internetinu eftir bardagann og sumir af helstu MMA-sérfræðingum heims sögðu að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC.Tumenov er hörkugæi „Ég á eftir að horfa á hann aftur áður en ég get tjáð mig almennilega um það. Þetta var mjög gott. Þetta er hörkugæi sem ég mætti. Á bjarta framtíð fyrir sér og á flugi. Þetta var stórsigur. Það er engin spurning,“ segir Gunnar en hann hefur hug á að berjast aftur fljótlega en fyrst ætlar hann í frí og svo beint að æfa aftur. „Það er yfirleitt þannig eftir bardaga að fargi er af manni létt. Það hefði verið leiðinlegt að tapa tvisvar í röð. Það er reyndar alltaf leiðinlegt að tapa. Það var frábært fyrir mig að þetta skildi enda svona.“
MMA Tengdar fréttir Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24 Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03 Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05 Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24
Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03
Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05
Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45