Berglind nálgast 400 leiki með meistaraflokki Vals auk þess að hafa spilað 105 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Hún hefur unnið fjöldann allan af titlum með Val og var kjörin Íþróttamaður Vals árið 2004.
Berglind spilaði vel fyrir Val á tímabilinu og „mikið ánægjuefni að hún hafi ákveðið að framlengja samning sinn við félagið, enda er hún í allra fremstu röð íslenskra handboltakvenna,“ eins og segir í Facebook-færslu Vals.
Valur féll út fyrir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar kvenna eftir rosalegt einvígi sem fór í oddaleik.