Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2016 20:56 „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Guðni mættur til að svara fyrir ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið á sig eftir að hafa tilkynnt formlega um framboð sitt í gær. Þáttastjórnendur bentu á að umræðan í garð Guðna hafi harðnað til muna eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og gekkst hann við því. Guðni hefur verið að mælast með töluvert fylgi í skoðanakönnunum og sagði hann ákveðinn púka vera í þjóðarsálinni sem reyni að koma höggstað á þá sem njóta ákveðinnar velgengni til að koma þeim niður á jörðina. Guðni sagðist hins vegar blessunarlega ver undir þá umræðu búinn. Þáttastjórnendur nefndu til að mynda að Guðni hefði í umræðum á samfélagsmiðlum verið orðaður við Samfylkinguna og sagður Evrópusambandssinni. Guðni sagðist hafa heyrt þá umræðu og að hann hefði jafnframt verið orðaður við Pírata, Bjarta framtíð og Viðreisn. „Það á bara eftir að bæta Framsókn við flóruna,“ sagði Guðni. Hann tók fram að hann hafi aldri verið flokksbundinn eða verið í nokkrum flokki. Ef gengið yrði til kosninga um ESB-aðild sagðist Guðni glaður segja nei við slíkri aðild. Hann tók fram að fyrir nokkrum árum hafi hann verið beðinn um að sitja í samráðshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem skipaður var vegna umsóknarinnar að ESB. Hann var í forsvari fyrir hópnum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Salvöru Nordal. Hlutverk hópsins var að kynna kosti og galla aðildar að ESB en Guðni sagði í Reykjavík síðdegis að eftir því sem starfi hópsins vatt fram varð hann sannfærðari um að umsóknina væri feigðarflan. Hann sagði heldur ekkert benda til þess að farið yrði aftur í umsóknarferli. Hann sagði litlar líkur á að Björt framtíð myndi ná að hrinda því í gegn og ekki væri Samfylkingin lengur á þeim buxunum. Hann sagði þessa umræðu minna á tíma kalda stríðsins en þá var það notað gegn Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur að þau hefðu verið andstæðingar hersins og gætu því ekki setið á Bessastöðum. Hann sagði ESB-aðild ekki vera á forgangslista hjá þjóðinni í dag en tók fram að ef svo ótrúlega vildi til að einhver ríkisstjórn myndi reyna að keyra í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu án aðkomu þjóðarinnar yrði honum að mæta á Bessastöðum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50 Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Guðni mættur til að svara fyrir ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið á sig eftir að hafa tilkynnt formlega um framboð sitt í gær. Þáttastjórnendur bentu á að umræðan í garð Guðna hafi harðnað til muna eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og gekkst hann við því. Guðni hefur verið að mælast með töluvert fylgi í skoðanakönnunum og sagði hann ákveðinn púka vera í þjóðarsálinni sem reyni að koma höggstað á þá sem njóta ákveðinnar velgengni til að koma þeim niður á jörðina. Guðni sagðist hins vegar blessunarlega ver undir þá umræðu búinn. Þáttastjórnendur nefndu til að mynda að Guðni hefði í umræðum á samfélagsmiðlum verið orðaður við Samfylkinguna og sagður Evrópusambandssinni. Guðni sagðist hafa heyrt þá umræðu og að hann hefði jafnframt verið orðaður við Pírata, Bjarta framtíð og Viðreisn. „Það á bara eftir að bæta Framsókn við flóruna,“ sagði Guðni. Hann tók fram að hann hafi aldri verið flokksbundinn eða verið í nokkrum flokki. Ef gengið yrði til kosninga um ESB-aðild sagðist Guðni glaður segja nei við slíkri aðild. Hann tók fram að fyrir nokkrum árum hafi hann verið beðinn um að sitja í samráðshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem skipaður var vegna umsóknarinnar að ESB. Hann var í forsvari fyrir hópnum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Salvöru Nordal. Hlutverk hópsins var að kynna kosti og galla aðildar að ESB en Guðni sagði í Reykjavík síðdegis að eftir því sem starfi hópsins vatt fram varð hann sannfærðari um að umsóknina væri feigðarflan. Hann sagði heldur ekkert benda til þess að farið yrði aftur í umsóknarferli. Hann sagði litlar líkur á að Björt framtíð myndi ná að hrinda því í gegn og ekki væri Samfylkingin lengur á þeim buxunum. Hann sagði þessa umræðu minna á tíma kalda stríðsins en þá var það notað gegn Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur að þau hefðu verið andstæðingar hersins og gætu því ekki setið á Bessastöðum. Hann sagði ESB-aðild ekki vera á forgangslista hjá þjóðinni í dag en tók fram að ef svo ótrúlega vildi til að einhver ríkisstjórn myndi reyna að keyra í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu án aðkomu þjóðarinnar yrði honum að mæta á Bessastöðum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50 Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50
Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19