Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-21 | Grótta átti fyrsta höggið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2016 18:00 Solveig Lára Kjærnested hjá Stjörnunni og Eva Björk Davíðsdóttir hjá Gróttu. Vísir/Ernir Grótta er komin í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjögurra marka sigur, 25-21, á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á Nesinu í dag. Sigur Gróttu var sanngjarn en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. Grótta spilaði síðast 27. apríl en það var ekki að sjá að þetta langa hlé sæti í Íslandsmeisturunum sem spiluðu vel í dag og voru með frumkvæðið lengst af. Liðin mætast öðru sinni á mánudaginn í TM-höllinni í Garðabæ þar sem Stjarnan þarf helst að svara með sigri. Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 12-8, en munurinn hefði getað verið svo miklu meiri. Leikurinn var jafn framan af en liðin héldust í hendur lengi vel. Staðan var 6-6 þegar níu mínútur voru til hálfleiks en Grótta vann þessar síðustu níu mínútur 6-2 og fór með fjögurra marka forskot til hálfleiks, 12-8. Í raun var ótrúlegt hversu lengi Stjarnan hékk í meisturunum miðað við muninn á markvörslu og skotnýtingu liðanna. Íris Björk Símonardóttir var frábær í fyrri hálfleik og varði 13 skot, eða 62% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hinum megin var Heiða Ingólfsdóttir aðeins með fimm bolta varða og var oftar en ekki býsna langt frá því að verja skot Gróttukvenna sem nýttu 60% skota sinna í fyrri hálfleik en Stjarnan aðeins 31%. Helena Rut Örvarsdóttir dró skotnýtingu Garðbæinga niður en hún þurfti tólf skot til að skora mörkin tvö sem hún gerði í fyrri hálfleik. Uppstilltur sóknarleikur Stjörnunnar var afleitur og skilaði aðeins fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Hann byggðist að alltof stórum hluta á einstaklingsframlagi Helenu sem hnoðaðist og hamaðist með litlum árangri. Sóknarleikur Gróttu var betri en oft áður fyrir utan tapaða bolta sem voru sjö í fyrri hálfleik. Stjörnukonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörk hans og minnkuðu muninn í 12-11. Grótta skoraði þrjú af næstu fjórum mörkum en liðið lenti síðan í vandræðum með brottvísanir og Stjarnan jafnaði metin, fyrst í 16-16 og svo í 17-17. Heimakonur voru ekki lengi að ná áttum á nýjan leik og svöruðu með 6-1 kafla og náðu fimm marka forskoti, 22-18, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var brekkan orðin ansi brött fyrir Stjörnukonur og tíminn einfaldlega of naumur til að vinna fimm marka mun upp. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 25-21. Sunna María Einarsdóttir og Lovísa Thompson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Gróttu en markaskorið dreifðist vel hjá Íslandsmeisturunum. Miklu munaði um að Eva Björk Davíðsdóttir og Unnur Ómarsdóttir létu til sín taka í sókninni. Þær skoruðu báðar fjögur mörk í dag en voru fyrir leikinn aðeins búnar að skora átta mörk samtals í úrslitakeppninni. Varnarleikur Gróttu var að vanda sterkur og Íris varði 21 skot í markinu, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Hanna G. Stefánsdóttir og Þórhildur Gunnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Stjörnuna sem þarf að bæta sóknarleikinn fyrir leikinn á mánudaginn. Flæðið í sókninni var lítið og alltof mikið mæddi á Helenu sem var með þrjú mörk úr 15 skotum í leiknum. Þá þarf Heiða að eiga betri leik en í dag. Hún varði alls 10 skot, eða 29% af þeim skotum sem hún fékk á sig. Það er einfaldlega ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grótta er.Kári: Leið aldrei illa með sóknarleikinn Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum kátur með fjögurra marka sigur Íslandsmeistaranna á Stjörnunni í dag. „Ég var mjög ánægður með leikinn í heild sinni. Auðvitað gerðum við stundum mistök og við hefðum getað nýtt færin betur,“ sagði Kári. „En varnarleikurinn og markvarslan var frábær og mér leið aldrei illa með sóknarleikinn. Mér fannst við skapa okkur ágætis færi og fengum framlag frá mörgum.“ Uppstilltur sóknarleikur hefur verið akkilesarhæll Gróttu í vetur en hann var með besta móti í dag. „Heiða [Ingólfsdóttir] varði fínt en Florentina [Stanciu] er stór hluti af þeirra varnarleik. Mér fannst við ná að skapa okkur stöður sem við getum nýtt enn betur,“ sagði Kári sem er sáttur með ástandið á Gróttuliðinu sem hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með liðið í úrslitakeppninni og þessi leikur var framhald af því. Mér fannst mikill kraftur í okkur og flottur heildarbragur. Vonandi komum við okkur í góða stöðu á mánudaginn en það er ekkert í húsi. Stjarnan er með hörkulið,“ sagði Kári að endingu.Halldór Harri: Megum ekki fá á okkur 25 mörk Þrátt fyrir fjögurra marka tap, 25-21, fyrir Gróttu í dag sá Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eitt og annað jákvætt við spilamennsku síns liðs. „Mér fannst við eiga fullan séns í þetta. Við náum smá áhlaupi og að jafna leikinn en í staðinn fyrir að koma okkur frá þeim fáum við þrjú einföld mörk á okkur,“ sagði Halldór Harri. Sóknarleikur Stjörnunnar var helst til of einhæfur í dag þar sem mikið mæddi á Helenu Rut Örvarsdóttur. Halldór Harri hefur þó ekki of miklar áhyggjur af sókn Stjörnukvenna. „Okkar leikáætlun er að spila góðan varnarleik og fá markvörslu og hraðaupphlaup. Við höfum lifað svolítið á því og við þurfum að laga sóknarleikinn. En við erum komnar í þessa stöðu þannig að sóknarleikurinn hlýtur að hafa verið allt í lagi,“ sagði þjálfarinn. „Grótta er hörkuvarnarlið og það er ekkert hlaupið að því að skora 30 mörk á þær. Ef við ætlum að vinna Gróttu megum við einfaldlega ekki fá á okkur 25 mörk. „Auðvitað á markaskorið að dreifast. Helena er skytta og þarf að skjóta til að draga í sig menn. Mér fannst Esther [Ragnarsdóttir] koma ágætlega inn í þetta og var árásargjarnari en hún hefur verið,“ sagði Halldór Harri að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Grótta er komin í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjögurra marka sigur, 25-21, á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á Nesinu í dag. Sigur Gróttu var sanngjarn en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. Grótta spilaði síðast 27. apríl en það var ekki að sjá að þetta langa hlé sæti í Íslandsmeisturunum sem spiluðu vel í dag og voru með frumkvæðið lengst af. Liðin mætast öðru sinni á mánudaginn í TM-höllinni í Garðabæ þar sem Stjarnan þarf helst að svara með sigri. Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 12-8, en munurinn hefði getað verið svo miklu meiri. Leikurinn var jafn framan af en liðin héldust í hendur lengi vel. Staðan var 6-6 þegar níu mínútur voru til hálfleiks en Grótta vann þessar síðustu níu mínútur 6-2 og fór með fjögurra marka forskot til hálfleiks, 12-8. Í raun var ótrúlegt hversu lengi Stjarnan hékk í meisturunum miðað við muninn á markvörslu og skotnýtingu liðanna. Íris Björk Símonardóttir var frábær í fyrri hálfleik og varði 13 skot, eða 62% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hinum megin var Heiða Ingólfsdóttir aðeins með fimm bolta varða og var oftar en ekki býsna langt frá því að verja skot Gróttukvenna sem nýttu 60% skota sinna í fyrri hálfleik en Stjarnan aðeins 31%. Helena Rut Örvarsdóttir dró skotnýtingu Garðbæinga niður en hún þurfti tólf skot til að skora mörkin tvö sem hún gerði í fyrri hálfleik. Uppstilltur sóknarleikur Stjörnunnar var afleitur og skilaði aðeins fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Hann byggðist að alltof stórum hluta á einstaklingsframlagi Helenu sem hnoðaðist og hamaðist með litlum árangri. Sóknarleikur Gróttu var betri en oft áður fyrir utan tapaða bolta sem voru sjö í fyrri hálfleik. Stjörnukonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörk hans og minnkuðu muninn í 12-11. Grótta skoraði þrjú af næstu fjórum mörkum en liðið lenti síðan í vandræðum með brottvísanir og Stjarnan jafnaði metin, fyrst í 16-16 og svo í 17-17. Heimakonur voru ekki lengi að ná áttum á nýjan leik og svöruðu með 6-1 kafla og náðu fimm marka forskoti, 22-18, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var brekkan orðin ansi brött fyrir Stjörnukonur og tíminn einfaldlega of naumur til að vinna fimm marka mun upp. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 25-21. Sunna María Einarsdóttir og Lovísa Thompson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Gróttu en markaskorið dreifðist vel hjá Íslandsmeisturunum. Miklu munaði um að Eva Björk Davíðsdóttir og Unnur Ómarsdóttir létu til sín taka í sókninni. Þær skoruðu báðar fjögur mörk í dag en voru fyrir leikinn aðeins búnar að skora átta mörk samtals í úrslitakeppninni. Varnarleikur Gróttu var að vanda sterkur og Íris varði 21 skot í markinu, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Hanna G. Stefánsdóttir og Þórhildur Gunnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Stjörnuna sem þarf að bæta sóknarleikinn fyrir leikinn á mánudaginn. Flæðið í sókninni var lítið og alltof mikið mæddi á Helenu sem var með þrjú mörk úr 15 skotum í leiknum. Þá þarf Heiða að eiga betri leik en í dag. Hún varði alls 10 skot, eða 29% af þeim skotum sem hún fékk á sig. Það er einfaldlega ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grótta er.Kári: Leið aldrei illa með sóknarleikinn Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum kátur með fjögurra marka sigur Íslandsmeistaranna á Stjörnunni í dag. „Ég var mjög ánægður með leikinn í heild sinni. Auðvitað gerðum við stundum mistök og við hefðum getað nýtt færin betur,“ sagði Kári. „En varnarleikurinn og markvarslan var frábær og mér leið aldrei illa með sóknarleikinn. Mér fannst við skapa okkur ágætis færi og fengum framlag frá mörgum.“ Uppstilltur sóknarleikur hefur verið akkilesarhæll Gróttu í vetur en hann var með besta móti í dag. „Heiða [Ingólfsdóttir] varði fínt en Florentina [Stanciu] er stór hluti af þeirra varnarleik. Mér fannst við ná að skapa okkur stöður sem við getum nýtt enn betur,“ sagði Kári sem er sáttur með ástandið á Gróttuliðinu sem hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með liðið í úrslitakeppninni og þessi leikur var framhald af því. Mér fannst mikill kraftur í okkur og flottur heildarbragur. Vonandi komum við okkur í góða stöðu á mánudaginn en það er ekkert í húsi. Stjarnan er með hörkulið,“ sagði Kári að endingu.Halldór Harri: Megum ekki fá á okkur 25 mörk Þrátt fyrir fjögurra marka tap, 25-21, fyrir Gróttu í dag sá Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eitt og annað jákvætt við spilamennsku síns liðs. „Mér fannst við eiga fullan séns í þetta. Við náum smá áhlaupi og að jafna leikinn en í staðinn fyrir að koma okkur frá þeim fáum við þrjú einföld mörk á okkur,“ sagði Halldór Harri. Sóknarleikur Stjörnunnar var helst til of einhæfur í dag þar sem mikið mæddi á Helenu Rut Örvarsdóttur. Halldór Harri hefur þó ekki of miklar áhyggjur af sókn Stjörnukvenna. „Okkar leikáætlun er að spila góðan varnarleik og fá markvörslu og hraðaupphlaup. Við höfum lifað svolítið á því og við þurfum að laga sóknarleikinn. En við erum komnar í þessa stöðu þannig að sóknarleikurinn hlýtur að hafa verið allt í lagi,“ sagði þjálfarinn. „Grótta er hörkuvarnarlið og það er ekkert hlaupið að því að skora 30 mörk á þær. Ef við ætlum að vinna Gróttu megum við einfaldlega ekki fá á okkur 25 mörk. „Auðvitað á markaskorið að dreifast. Helena er skytta og þarf að skjóta til að draga í sig menn. Mér fannst Esther [Ragnarsdóttir] koma ágætlega inn í þetta og var árásargjarnari en hún hefur verið,“ sagði Halldór Harri að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira