Náttúruhamfarir af mannavöldum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. maí 2016 07:00 Landvernd krafðist þess í vikunni að ríkisstjórnin gripi til tafarlausra aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoðaði sveitarstjórn á svæðinu við að koma fráveitumálum í ásættanlegt horf. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi gekk raunar skrefinu lengra og taldi ástæðu til að kalla saman neyðarfund í ríkisstjórn vegna málsins. Óhætt er að taka undir þessi sjónarmið. Niðurstöður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar benda til að magn blábakteríu sé tólffalt það sem eðlilegt getur talist. Því þarf engan að undra að hinn margrómaði kúluskítur heyri sögunni til, og að hornsíla- og bleikjustofnar í vatninu eigi undir högg að sækja. Samkvæmt sérfræðingum er það engum vafa undirorpið að breytingar á lífríki Mývatns eru af mannavöldum. Meðal orsaka má nefna frárennsli frá þéttbýli, iðnrekstur og áburðargjöf. Jafnframt gætir enn áhrifa frá kísilverksmiðju sem starfrækt var við Mývatn til 2004. Flestir virðast sammála um að mest aðkallandi sé að lagfæra fráveitumál á svæðinu. Ástandið hefur snarversnað undanfarin ár og telst nú vart annað en krísa. Þar spilar fjölgun ferðamanna stærsta rullu, enda þarf skólpkerfið á svæðinu að taka við margföldum mannfjölda frá því sem áður var. Tugir langferðabíla, fullir af ferðamönnum, koma nú að Mývatni á degi hverjum yfir annatímann. Fráveitukerfið var ekki byggt til að standast slíkt álag. Eitthvað þarf undan að láta. Mývatnskrísan er bara ein birtingarmynd stærra vandamáls. Staðreyndin er að ferðamannafjöldi hefur fimmfaldast frá aldamótum og eykst um fjórðung á ári hverju. Innviðirnir í landinu anna þessu ekki, náttúruperlur eru að sligast undir átroðningi og umferðin um lykilmannvirki á borð við hringveginn hefur margfaldast frá því sem til var ætlast. Ef ekki verður gripið í taumana er óafturkræft tjón á náttúru landsins óumflýjanlegt. Sveitarstjórnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þær fá sáralítinn bita af túristakökunni og þurfa að standa undir innviðum sem allt í einu þarfnast margfalds eftirlits. Ríkisstjórnir, bæði þessi og þær sem áður störfuðu, hafa gersamlega brugðist. Náttúrupassinn strandaði í þinginu og ekkert virðist ætla að koma í staðinn. Ráðaleysið virðist algert. Andri Snær hefur rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin ætti að boða til neyðarfundar. Við lifum á viðsjárverðum tímum fyrir náttúru Íslands, og nauðsynlegt að stjórnmálamenn girði sig í brók og taki forystu í málinu. Eins og staðan er nú fljótum við sofandi að feigðarósi. Við þurfum að tryggja afkomendum okkar aðgang að óspilltri náttúru landsins hvað sem það kostar – jafnvel þótt greiða þurfi aðgangseyri að Þingvöllum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Landvernd krafðist þess í vikunni að ríkisstjórnin gripi til tafarlausra aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoðaði sveitarstjórn á svæðinu við að koma fráveitumálum í ásættanlegt horf. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi gekk raunar skrefinu lengra og taldi ástæðu til að kalla saman neyðarfund í ríkisstjórn vegna málsins. Óhætt er að taka undir þessi sjónarmið. Niðurstöður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar benda til að magn blábakteríu sé tólffalt það sem eðlilegt getur talist. Því þarf engan að undra að hinn margrómaði kúluskítur heyri sögunni til, og að hornsíla- og bleikjustofnar í vatninu eigi undir högg að sækja. Samkvæmt sérfræðingum er það engum vafa undirorpið að breytingar á lífríki Mývatns eru af mannavöldum. Meðal orsaka má nefna frárennsli frá þéttbýli, iðnrekstur og áburðargjöf. Jafnframt gætir enn áhrifa frá kísilverksmiðju sem starfrækt var við Mývatn til 2004. Flestir virðast sammála um að mest aðkallandi sé að lagfæra fráveitumál á svæðinu. Ástandið hefur snarversnað undanfarin ár og telst nú vart annað en krísa. Þar spilar fjölgun ferðamanna stærsta rullu, enda þarf skólpkerfið á svæðinu að taka við margföldum mannfjölda frá því sem áður var. Tugir langferðabíla, fullir af ferðamönnum, koma nú að Mývatni á degi hverjum yfir annatímann. Fráveitukerfið var ekki byggt til að standast slíkt álag. Eitthvað þarf undan að láta. Mývatnskrísan er bara ein birtingarmynd stærra vandamáls. Staðreyndin er að ferðamannafjöldi hefur fimmfaldast frá aldamótum og eykst um fjórðung á ári hverju. Innviðirnir í landinu anna þessu ekki, náttúruperlur eru að sligast undir átroðningi og umferðin um lykilmannvirki á borð við hringveginn hefur margfaldast frá því sem til var ætlast. Ef ekki verður gripið í taumana er óafturkræft tjón á náttúru landsins óumflýjanlegt. Sveitarstjórnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þær fá sáralítinn bita af túristakökunni og þurfa að standa undir innviðum sem allt í einu þarfnast margfalds eftirlits. Ríkisstjórnir, bæði þessi og þær sem áður störfuðu, hafa gersamlega brugðist. Náttúrupassinn strandaði í þinginu og ekkert virðist ætla að koma í staðinn. Ráðaleysið virðist algert. Andri Snær hefur rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin ætti að boða til neyðarfundar. Við lifum á viðsjárverðum tímum fyrir náttúru Íslands, og nauðsynlegt að stjórnmálamenn girði sig í brók og taki forystu í málinu. Eins og staðan er nú fljótum við sofandi að feigðarósi. Við þurfum að tryggja afkomendum okkar aðgang að óspilltri náttúru landsins hvað sem það kostar – jafnvel þótt greiða þurfi aðgangseyri að Þingvöllum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun