Aðeins er nú tekið við greiðslukortum um borð í vélum Icelandair og því ekki lengur hægt að greiða með reiðufé sé verslað um borð. Fáir hafa valið að borga með reiðufé segir upplýsingafulltrúi flugfélagsins.
„Þeir sem ferðast milli landa eru nánast undantekningalaust með debet- eða kreditkort og notkun seðla og myntar um borð er nú þegar mjög lítil,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Túrista.
„Við höfum ekki getað tekið þetta skref til fulls fyrr en nú þegar tæknin opnar þessa möguleika gagnvart debetkortunum og við getum þannig fylgt þeirri þróun sem við sjáum hjá ýmsum stærri flugfélögum í kringum okkur,” segir Guðjón.
Nýjar sölutölvur um borð gera fólki kleyft að borga með bæði debet- og kreditkortum en einnig verður hægt að nýta vildarpunkta Icelandair sem greiðslu fyrir mat og tollfrjálsan varning.
Eingöngu greiðslukort hjá Icelandair
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið


Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent

EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin
Viðskipti innlent


SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar
Viðskipti erlent

Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Viðskipti innlent

Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið
Viðskipti innlent

Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs
Viðskipti innlent