Allt í boði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. maí 2016 07:00 Stjórnmálaástandið eftir birtingu Panama-skjalanna er áhugavert. Könnun Fréttablaðsins sem birt er í dag á fylgi flokkanna sýnir að annar ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, tekur stökk frá síðustu könnun úr rúmlega 21 prósenti í tæp 30 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn var annar tveggja flokka sem flæktust inn í atburðarásina í kringum Panama-skjölin, þegar ljóst var að nöfn bæði formanns og varaformanns flokksins komu fyrir í skjölunum. Vandræðin voru ekki sama eðlis og hjá samstarfsflokknum, þar sem formaðurinn neyddist til að segja af sér ráðherraembætti, en um tíma var uppi krafa þess efnis að Bjarni Benediktsson léti einnig af embætti. Þrátt fyrir erfiðleikana bætir flokkurinn við sig fylgi, og það umtalsvert. Framsóknarflokkurinn bætir örlitlu við sig frá fyrri könnun, fer úr 7,9 prósentum í 8,3 prósent. Það er auðvitað langt undir því sem flokkurinn hlaut í síðustu kosningum þegar niðurstaðan varð rúm 23 prósent. Það er merkilegt að báðir ríkisstjórnarflokkarnir skuli bæta við sig fylgi eftir stormasamar vikur og sannkölluð hneykslismál. Margir töldu frekar von á fylgistapi. Líklegt er að stuðningsmenn Framsóknar telji flokkinn hafa hreinsað nægilega mikið til þegar formaðurinn lét af embætti forsætisráðherra. Þá vinnur efnahagsástandið án efa með flokkunum, hér er hagvöxtur og lítið atvinnuleysi og horfurnar góðar. Auðvitað spilar þar helst inn í vöxtur í ferðaþjónustunni sem flokkarnir eiga engan þátt í. Þá hefur verið gefið út að boðað verði til kosninga í haust sem virðist fullnægja þeim sem telja flokkana þurfa endurnýjað umboð. Píratar, sem hafa hingað til mælst mjög háir í skoðanakönnunum og gera raunar enn, dala töluvert. Síðast mældust þeir með um 43 prósenta fylgi en fara nú niður í rúm 32 prósent. Þeir mælast enn með mest fylgi, en langt í frá eins afgerandi og áður var. Á móti bæta Vinstri grænir við sig fylgi, fara úr rúmum 11 prósentum í 14 prósent. Samfylkingin er töluvert minni en Vinstri grænir, mælist með 8,4 prósent. Stór hluti tekur ekki afstöðu eða neitar að svara. Eðli málsins samkvæmt er ómögulegt að lesa í hvað það þýðir, hvort sá hluti hyggst ekki kjósa yfirhöfuð eða hvort hann hefur ekki gert upp hug sinn. Það er að minnsta kosti nóg af atkvæðum þarna úti sem er óráðstafað og flokkarnir munu kappkosta að fá til fylgis við sig. Orðatiltækið vika er langur tími í pólitík á sérlega vel við um þessar mundir, eins og svo oft áður. Komandi kosningabarátta þar sem fyrir stuttu stefndi í yfirburðasigur stjórnarandstöðunnar virðist ætla að verða mun meira spennandi. Miðað við stöðuna eins og hún er í dag, áður en kosningabaráttan hefst, verður tveggja flokka stjórn ómöguleg án aðkomu Pírata. Líklegast verður að telja að Píratar fái með sér í ríkisstjórn einhvern eða einhverja vinstri flokkanna. Þannig virðist stefna í mjög skýra valkosti fyrir kjósendur í haust; annaðhvort kjósa þeir stjórnarflokkana eða stjórnarandstöðuna til forystu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Stjórnmálaástandið eftir birtingu Panama-skjalanna er áhugavert. Könnun Fréttablaðsins sem birt er í dag á fylgi flokkanna sýnir að annar ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, tekur stökk frá síðustu könnun úr rúmlega 21 prósenti í tæp 30 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn var annar tveggja flokka sem flæktust inn í atburðarásina í kringum Panama-skjölin, þegar ljóst var að nöfn bæði formanns og varaformanns flokksins komu fyrir í skjölunum. Vandræðin voru ekki sama eðlis og hjá samstarfsflokknum, þar sem formaðurinn neyddist til að segja af sér ráðherraembætti, en um tíma var uppi krafa þess efnis að Bjarni Benediktsson léti einnig af embætti. Þrátt fyrir erfiðleikana bætir flokkurinn við sig fylgi, og það umtalsvert. Framsóknarflokkurinn bætir örlitlu við sig frá fyrri könnun, fer úr 7,9 prósentum í 8,3 prósent. Það er auðvitað langt undir því sem flokkurinn hlaut í síðustu kosningum þegar niðurstaðan varð rúm 23 prósent. Það er merkilegt að báðir ríkisstjórnarflokkarnir skuli bæta við sig fylgi eftir stormasamar vikur og sannkölluð hneykslismál. Margir töldu frekar von á fylgistapi. Líklegt er að stuðningsmenn Framsóknar telji flokkinn hafa hreinsað nægilega mikið til þegar formaðurinn lét af embætti forsætisráðherra. Þá vinnur efnahagsástandið án efa með flokkunum, hér er hagvöxtur og lítið atvinnuleysi og horfurnar góðar. Auðvitað spilar þar helst inn í vöxtur í ferðaþjónustunni sem flokkarnir eiga engan þátt í. Þá hefur verið gefið út að boðað verði til kosninga í haust sem virðist fullnægja þeim sem telja flokkana þurfa endurnýjað umboð. Píratar, sem hafa hingað til mælst mjög háir í skoðanakönnunum og gera raunar enn, dala töluvert. Síðast mældust þeir með um 43 prósenta fylgi en fara nú niður í rúm 32 prósent. Þeir mælast enn með mest fylgi, en langt í frá eins afgerandi og áður var. Á móti bæta Vinstri grænir við sig fylgi, fara úr rúmum 11 prósentum í 14 prósent. Samfylkingin er töluvert minni en Vinstri grænir, mælist með 8,4 prósent. Stór hluti tekur ekki afstöðu eða neitar að svara. Eðli málsins samkvæmt er ómögulegt að lesa í hvað það þýðir, hvort sá hluti hyggst ekki kjósa yfirhöfuð eða hvort hann hefur ekki gert upp hug sinn. Það er að minnsta kosti nóg af atkvæðum þarna úti sem er óráðstafað og flokkarnir munu kappkosta að fá til fylgis við sig. Orðatiltækið vika er langur tími í pólitík á sérlega vel við um þessar mundir, eins og svo oft áður. Komandi kosningabarátta þar sem fyrir stuttu stefndi í yfirburðasigur stjórnarandstöðunnar virðist ætla að verða mun meira spennandi. Miðað við stöðuna eins og hún er í dag, áður en kosningabaráttan hefst, verður tveggja flokka stjórn ómöguleg án aðkomu Pírata. Líklegast verður að telja að Píratar fái með sér í ríkisstjórn einhvern eða einhverja vinstri flokkanna. Þannig virðist stefna í mjög skýra valkosti fyrir kjósendur í haust; annaðhvort kjósa þeir stjórnarflokkana eða stjórnarandstöðuna til forystu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun