Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2016 14:19 Guðni ásamt fjölskyldu sinni í Salnum í Kópavogi í dag, eiginkonunni Elizu Reid og börnunum Rut (f.1994), Duncan Tindi (f. 2007), Donald Gunnari (f. 2009), Sæþóri Peter (f. 2011) og Eddu Margréti (f. 2013). Vísir Guðni Th. Jóhannesson segir að forseti Íslands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Fólkið í landinu þurfi að finna að hann sé ekki í liði með einum og á móti öðrum. Þá þurfi forseti að tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta kom fram á framboðsfundi Guðna Th. í Salnum í Kópavogi í dag en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Guðni hóf fundinn á að staðfesta framboð sitt til forseta. Hann sagðist bjóða sig fram því hann hefði ákveðnar hugmyndir um embættið sem hann vildi fylgja eftir. Hann hafi fengið fjölda áskorana en lokaákvörðunin hafi verið hans og Elizu, konu hans. Hann segir forseta þurfa að vera fastan fyrir þegar á þurfi að halda og standa utan við fylkingar í samfélaginu. Næsti forseti þurfi að læra af því góða sem fyrri forsetar hafa gert og sömuleiðis mistökunum. Forseti sé andlit Íslands í augum heimsins og hann þurfi að sytðja við menningu og listir, atvinnu og viðskiptalíf. Þá eigi hann að vera stoltur en um leið hógvær, kappsamur en án yfirlætis. Þá minntist Guðni á mikilvægi breytingu í embættinu að forseti synji lögum þegar svo beri undir. Mörg verk sé að vinna en nefndi hann fyrst nýja stjórnarskrá. Þá sé nauðsynlegt að hægt sé að skiptast á skoðunum, ágreiningur sé aðalsmerki þróaðs samfélags. Fólk eigi að geta deilt, jafnvel harkalega, en komist að niðurstöðu. Guðni benti á að fólk þyrfti að geta treyst á valdhafa, að þeir stæðu við orð sín og hefðu ekkert að fela. Það væru forréttindi að búa á Íslandi. Þá benti hann á að fólk með sjálfstraust væri fólk sem hefði hógværð í hjarta sínu. Áður en yfir lauk kynnti Guðni konu sína og börn og hafði á orði að hann myndi áfram hjóla með börnin sín í leikskólann og skólann þótt hann næði kjöri sem forseti Íslands. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson segir að forseti Íslands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Fólkið í landinu þurfi að finna að hann sé ekki í liði með einum og á móti öðrum. Þá þurfi forseti að tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta kom fram á framboðsfundi Guðna Th. í Salnum í Kópavogi í dag en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Guðni hóf fundinn á að staðfesta framboð sitt til forseta. Hann sagðist bjóða sig fram því hann hefði ákveðnar hugmyndir um embættið sem hann vildi fylgja eftir. Hann hafi fengið fjölda áskorana en lokaákvörðunin hafi verið hans og Elizu, konu hans. Hann segir forseta þurfa að vera fastan fyrir þegar á þurfi að halda og standa utan við fylkingar í samfélaginu. Næsti forseti þurfi að læra af því góða sem fyrri forsetar hafa gert og sömuleiðis mistökunum. Forseti sé andlit Íslands í augum heimsins og hann þurfi að sytðja við menningu og listir, atvinnu og viðskiptalíf. Þá eigi hann að vera stoltur en um leið hógvær, kappsamur en án yfirlætis. Þá minntist Guðni á mikilvægi breytingu í embættinu að forseti synji lögum þegar svo beri undir. Mörg verk sé að vinna en nefndi hann fyrst nýja stjórnarskrá. Þá sé nauðsynlegt að hægt sé að skiptast á skoðunum, ágreiningur sé aðalsmerki þróaðs samfélags. Fólk eigi að geta deilt, jafnvel harkalega, en komist að niðurstöðu. Guðni benti á að fólk þyrfti að geta treyst á valdhafa, að þeir stæðu við orð sín og hefðu ekkert að fela. Það væru forréttindi að búa á Íslandi. Þá benti hann á að fólk með sjálfstraust væri fólk sem hefði hógværð í hjarta sínu. Áður en yfir lauk kynnti Guðni konu sína og börn og hafði á orði að hann myndi áfram hjóla með börnin sín í leikskólann og skólann þótt hann næði kjöri sem forseti Íslands. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira