Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 12:15 Liverpool-menn fagna marki. vísir/getty Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 en Liverpool skoraði strax í upphafi leiks og bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liverpool skoraði þriðja markið eftir að Villarreal hafði misst fyrirliða sinn af velli með tvö gul spjöld. Liverpool mætir öðru spænsku liði í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi því Sevilla er komið alla leið þriðja árið í röð. Liverpool er nú aðeins einum sigri frá Meistaradeildinni því sigurvegarinn í Evrópudeildinni í ár tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Liverpool-liðsins var sannfærandi. Liðið gaf tóninn strax í byrjun og gat bætt við fleiri mörkum. Spænska liðið ógnaði með skyndisóknum í fyrri hálfleik en eftir hlé var aldrei spurning um hvernig færi í kvöld. Daniel Sturridge og Adam Lallana skoruðu seinni tvö mörk Liverpool en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Bruno, leikmanni Villarreal. Daniel Sturridge kom við sögu í öllum þrmeur mörkunum. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur en það var sjálfsmark eftir undirbúning Roberto Firmino. Daniel Sturridge var nálægt því að skora en boltinn fór af Villarreal-manninum og í markið. Daniel Sturridge bætti við öðru marki Liverpool á 63. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir flottan undirbúning frá Roberto Firmino. Sturridge nýtti sér það og kom Liverpool í frábæra stöðu. Víctor Ruiz, fyrirliði Villarreal, fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu og því spilaði spænska liðið manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Liverpool og úrslitin voru endanlega ráðin þegar Adam Lallana skoraði þriðja markið tíu mínútum síðar eftir að hann framlengdi skot Daniel Sturridge yfir marklínuna.Liverpool kemst í 1-0 á sjöundu mínútu Sturridge kemur Liverpool tveimur mörkum yfir Adam Lallana gulltryggir sigur Liverpool með þriðja markinu Evrópudeild UEFA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 en Liverpool skoraði strax í upphafi leiks og bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liverpool skoraði þriðja markið eftir að Villarreal hafði misst fyrirliða sinn af velli með tvö gul spjöld. Liverpool mætir öðru spænsku liði í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi því Sevilla er komið alla leið þriðja árið í röð. Liverpool er nú aðeins einum sigri frá Meistaradeildinni því sigurvegarinn í Evrópudeildinni í ár tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Liverpool-liðsins var sannfærandi. Liðið gaf tóninn strax í byrjun og gat bætt við fleiri mörkum. Spænska liðið ógnaði með skyndisóknum í fyrri hálfleik en eftir hlé var aldrei spurning um hvernig færi í kvöld. Daniel Sturridge og Adam Lallana skoruðu seinni tvö mörk Liverpool en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Bruno, leikmanni Villarreal. Daniel Sturridge kom við sögu í öllum þrmeur mörkunum. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur en það var sjálfsmark eftir undirbúning Roberto Firmino. Daniel Sturridge var nálægt því að skora en boltinn fór af Villarreal-manninum og í markið. Daniel Sturridge bætti við öðru marki Liverpool á 63. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir flottan undirbúning frá Roberto Firmino. Sturridge nýtti sér það og kom Liverpool í frábæra stöðu. Víctor Ruiz, fyrirliði Villarreal, fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu og því spilaði spænska liðið manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Liverpool og úrslitin voru endanlega ráðin þegar Adam Lallana skoraði þriðja markið tíu mínútum síðar eftir að hann framlengdi skot Daniel Sturridge yfir marklínuna.Liverpool kemst í 1-0 á sjöundu mínútu Sturridge kemur Liverpool tveimur mörkum yfir Adam Lallana gulltryggir sigur Liverpool með þriðja markinu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira