Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kokkur leitar að þremur til fjórum krökkum fyrir upptökur á matreiðsluþáttum fyrir börn og unglinga. Í þáttunum, sem sýndir verða á Stöð 2, eldar hún með krökkum sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á matargerð.
„Ég er komin með nokkra hressa krakka en vantar þrjá til fjóra í viðbót,“ segir Eva Laufey. Upptökur fara fram um komandi helgi.
Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið Evalaufey@stöð2.is
Eva Laufey leitar að börnum
Stefán Árni Pálsson skrifar
