Kraftaverkið í Leicester stjórnarmaðurinn skrifar 4. maí 2016 11:00 Leicester City tryggði sér í fyrrakvöld sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sennilega er um að ræða eitthvert mesta og óvæntasta íþróttaafrek síðustu ára. Enska deildin hefur nú um árabil verið einokunarvettvangur stærstu og ríkustu liðanna. Raunar hafa einungis sex lið unnið titilinn frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Að Blackburn Rovers undanskildum, sem á þeim tíma var fjármagnað af auðkýfingnum Jack Walker og það lið sem eyddi allra mestu í leikmannakaup, hafa einungis Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea, og Manchester-liðin United og City unnið deildina. Það vill nú líka svo til að þessi fjögur stórveldi greiða hæstu launin, og eyða mestu í leikmannakaup. Það er nokkuð sorgleg staðreynd að síðustu ár hefur sætaskipan í deildinni að vori nánast algerlega farið eftir því hverjir greiða hæstu launin. Með öðrum orðum, knattspyrnan á ekki lengur að vera leikur þar sem Davíð getur sigrað Golíat.Leikurinn var orðinn fyrirsjáanlegur. Þetta hefur Leicester nú afsannað. Stjórnendur stærstu liðanna klóra sér á meðan í hausnum, en markaðsstjórar Úrvalsdeildarinnar hljóta að fagna eins og flestir hlutlausir knattspyrnuaðdáendur. Deildarkeppni sem hver sem er getur unnið selur sig nánast sjálf. Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut. Nánast væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp tölfræði sem sýnir fram á hversu ótrúlegt afrek þetta er: Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur eytt margfalt meiru í leikmannakaup á sínum tveimur árum hjá liðinu en Leicester í 132 ára sögu sinni. Leikmaður ársins, Riyad Mahrez, var keyptur á sem nemur einum vikulaunum hjá Wayne Rooney, stjórstjörnu United. Heildarlaunakostnaður Leicester er einungis fjórðungur þess sem hann er hjá Chelsea og tekjurnar réttur fjórðungur þess sem Manchester United aflar. Með öðrum orðum: fyrst Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina eru íslenska landsliðinu allir vegir færir á Evrópumótinu í sumar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Leicester City tryggði sér í fyrrakvöld sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sennilega er um að ræða eitthvert mesta og óvæntasta íþróttaafrek síðustu ára. Enska deildin hefur nú um árabil verið einokunarvettvangur stærstu og ríkustu liðanna. Raunar hafa einungis sex lið unnið titilinn frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Að Blackburn Rovers undanskildum, sem á þeim tíma var fjármagnað af auðkýfingnum Jack Walker og það lið sem eyddi allra mestu í leikmannakaup, hafa einungis Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea, og Manchester-liðin United og City unnið deildina. Það vill nú líka svo til að þessi fjögur stórveldi greiða hæstu launin, og eyða mestu í leikmannakaup. Það er nokkuð sorgleg staðreynd að síðustu ár hefur sætaskipan í deildinni að vori nánast algerlega farið eftir því hverjir greiða hæstu launin. Með öðrum orðum, knattspyrnan á ekki lengur að vera leikur þar sem Davíð getur sigrað Golíat.Leikurinn var orðinn fyrirsjáanlegur. Þetta hefur Leicester nú afsannað. Stjórnendur stærstu liðanna klóra sér á meðan í hausnum, en markaðsstjórar Úrvalsdeildarinnar hljóta að fagna eins og flestir hlutlausir knattspyrnuaðdáendur. Deildarkeppni sem hver sem er getur unnið selur sig nánast sjálf. Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut. Nánast væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp tölfræði sem sýnir fram á hversu ótrúlegt afrek þetta er: Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur eytt margfalt meiru í leikmannakaup á sínum tveimur árum hjá liðinu en Leicester í 132 ára sögu sinni. Leikmaður ársins, Riyad Mahrez, var keyptur á sem nemur einum vikulaunum hjá Wayne Rooney, stjórstjörnu United. Heildarlaunakostnaður Leicester er einungis fjórðungur þess sem hann er hjá Chelsea og tekjurnar réttur fjórðungur þess sem Manchester United aflar. Með öðrum orðum: fyrst Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina eru íslenska landsliðinu allir vegir færir á Evrópumótinu í sumar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira