70 manna lúxusrúta Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 10:30 Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, og Stefán Gunnarsson, forstjóri Guðmundar Jónassonar ehf. fyrir framan Setra hópferðabílinn. Bílaumboðið Askja afhenti á dögunum fyrirtækinu Guðmundi Jónassyni ehf. glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra sem er frá dótturfyrirtæki Daimler, framleiðanda Mercedes-Benz fólks- og atvinnubíla. Þetta er líklega glæsilegasta hópferðabifreiðin sem nú ekur um vegi landsins. Bíllinn tekur 70 manns og er afar vel búinn með leðursætum, WIFI, USB hleðslum í hverri sætaröð, salerni og miklum þægindum. Fyrirtækið Guðmundur Jónasson fagnar á þessu ári þeim áfanga að 85 ár eru síðan stofnandinn Guðmundur Jónasson fékk fyrstu rútubifreiðina. ,,Afi minn, Guðmundur Jónasson bifreiðastjóri frá Múla, fékk bílpróf 1929 og sína fyrstu Ford vörubifreið árið 1930. Hann eignaðist síðan svokallað Alþingishátíðarboddý á vörubílinn árið 1931. Við rekjum því upphaf farþegaflutninga Guðmundar Jónassonar til ársins 1931, en síðan eru liðin 85 ár. Fyrirtækið er í dag í traustum rekstri, en til gamans má geta þess að kennitala fyrirtækisins er frá 1966 og er hún því 50 ára á árinu,” segir Stefán Gunnarsson, forstjóri fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar ehf. Fyrirtækið hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá því að listinn var fyrst birtur, en hjá fyrirtækinu starfa nú um 60 manns. Nú á næstu misserum mun fyrirtækið flytja höfuðstöðvar sínar á Kársnesið í Kópavogi og má því með sanni segja að þetta sé stórt ár í sögu félagsins. ,,Bifreiðafloti fyrirtækisins telur nú nærri 30 hópferðabifreiðar, sem allar eru af gerðinni Mercedes-Benz. ,,Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í bifreiðaflotanum á síðustu misserum og eru m.a. sex nýjar bifreiðar að bætast við nú á næstu dögum. Meðalaldur bifreiða fyrirtækisins er nú að nálgast fjögur ár, sem er með því besta sem gerist á markaðnum í dag. Við erum afar ánægð með nýja Setra bílinn, sem er sannarlega af hæsta klassa hópferðabifreiða nútímans,” segir Stefán. Bílaumboðið Askja er sölu- og umboðsaðili Mercedes-Benz sem er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum. Hlutdeild Mercedes-Benz í hópferðabílageiranum á Íslandi er mjög sterk. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Bílaumboðið Askja afhenti á dögunum fyrirtækinu Guðmundi Jónassyni ehf. glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra sem er frá dótturfyrirtæki Daimler, framleiðanda Mercedes-Benz fólks- og atvinnubíla. Þetta er líklega glæsilegasta hópferðabifreiðin sem nú ekur um vegi landsins. Bíllinn tekur 70 manns og er afar vel búinn með leðursætum, WIFI, USB hleðslum í hverri sætaröð, salerni og miklum þægindum. Fyrirtækið Guðmundur Jónasson fagnar á þessu ári þeim áfanga að 85 ár eru síðan stofnandinn Guðmundur Jónasson fékk fyrstu rútubifreiðina. ,,Afi minn, Guðmundur Jónasson bifreiðastjóri frá Múla, fékk bílpróf 1929 og sína fyrstu Ford vörubifreið árið 1930. Hann eignaðist síðan svokallað Alþingishátíðarboddý á vörubílinn árið 1931. Við rekjum því upphaf farþegaflutninga Guðmundar Jónassonar til ársins 1931, en síðan eru liðin 85 ár. Fyrirtækið er í dag í traustum rekstri, en til gamans má geta þess að kennitala fyrirtækisins er frá 1966 og er hún því 50 ára á árinu,” segir Stefán Gunnarsson, forstjóri fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar ehf. Fyrirtækið hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá því að listinn var fyrst birtur, en hjá fyrirtækinu starfa nú um 60 manns. Nú á næstu misserum mun fyrirtækið flytja höfuðstöðvar sínar á Kársnesið í Kópavogi og má því með sanni segja að þetta sé stórt ár í sögu félagsins. ,,Bifreiðafloti fyrirtækisins telur nú nærri 30 hópferðabifreiðar, sem allar eru af gerðinni Mercedes-Benz. ,,Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í bifreiðaflotanum á síðustu misserum og eru m.a. sex nýjar bifreiðar að bætast við nú á næstu dögum. Meðalaldur bifreiða fyrirtækisins er nú að nálgast fjögur ár, sem er með því besta sem gerist á markaðnum í dag. Við erum afar ánægð með nýja Setra bílinn, sem er sannarlega af hæsta klassa hópferðabifreiða nútímans,” segir Stefán. Bílaumboðið Askja er sölu- og umboðsaðili Mercedes-Benz sem er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum. Hlutdeild Mercedes-Benz í hópferðabílageiranum á Íslandi er mjög sterk.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent