Myndefnið þykir helst minna á æfingabúðir Rocky Balboa úr kvikmyndinni Rocky IV enda sést Tumenov hlaupa á fjallavegum og æfa í látlausum rússneskum íþróttasölum.
Sjá einnig: Andstæðingur Gunnars æfir eins og Rocky í Rússlandi
Gunnar tapaði síðast fyrir Demian Maia en fær nú tækifæri til að koma sér aftur á beinu brautina. Tumenov er öflugur hnefaleikamaður og er af mörgum talinn líklegur til afreka í veltivigtarflokknum í UFC.
Bardagakvöld UFC í Rotterdam hefst á sunnudag klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.