Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2016 22:17 Adam Haukur Baumruk skoraði mörg frábær mörk í úrslitarimmunni. vísir/vilhelm "Tilfinningin er frábær. Það er gott að vinna Aftureldingu aftur," sagði sigurreifur Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, við Vísi eftir 34-31 sigur liðsins í oddaleiknum gegn Aftureldingu í kvöld. "Afturelding er með hörku gott lið. Við vorum vissulega ekki með mestu breiddina fyrir utan en við kláruðum þetta samt," sagði Adam Haukur. Haukar voru mest með níu marka forystu, 28-19, þegar þrettán mínútur voru eftir en Mosfellingar söxuðu á það undir lokin og gerðu leikinn spennandi. Davíð Svansson fór að verja og allt í einu var komið stress í Haukana. "Auðvitað var stress. Þeir taka tvo úr umferð og þannig er þetta bara. En handboltaleikur er 60 mínútur og við vorum í heildina betra liðið," sagði Adam Haukur. Adam er eins og allir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem vann fyrstu tvo titla Haukanna á þessari öld en þeir eru nú orðnir tíu síðan árið 2000. Adam er nú búinn að vinna tvo síðustu og með því jafnað föður sinn í Íslandsmeistaratitlum. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir Adam og það er að gera betur en gamli maðurinn sem fagnaði hverju marki sonarins af lífi og sál í Schenker-höllinni í kvöld. "Markmiðið er að vinna fleiri titla en pabbi. Hann vann tvo og nú er ég kominn með tvo þannig ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári," sagði Adam Haukur. Þessari mögnuðu skyttu líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu og skírður eftir félaginu. Hann skoraði sjö mörk í kvöld og 39 mörk í heildina í einvíginu, þar af 32 á Ásvöllum. "Þetta fer í raun bara eftir dagsformi en auðvitað spilar maður best heima hjá sér fyrir framan fulla stúku þegar allir eru að hvetja mann. Ég elska svona leiki," öskraði kampakátur Íslandsmeistarinn Adam Haukur Baumruk. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
"Tilfinningin er frábær. Það er gott að vinna Aftureldingu aftur," sagði sigurreifur Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, við Vísi eftir 34-31 sigur liðsins í oddaleiknum gegn Aftureldingu í kvöld. "Afturelding er með hörku gott lið. Við vorum vissulega ekki með mestu breiddina fyrir utan en við kláruðum þetta samt," sagði Adam Haukur. Haukar voru mest með níu marka forystu, 28-19, þegar þrettán mínútur voru eftir en Mosfellingar söxuðu á það undir lokin og gerðu leikinn spennandi. Davíð Svansson fór að verja og allt í einu var komið stress í Haukana. "Auðvitað var stress. Þeir taka tvo úr umferð og þannig er þetta bara. En handboltaleikur er 60 mínútur og við vorum í heildina betra liðið," sagði Adam Haukur. Adam er eins og allir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem vann fyrstu tvo titla Haukanna á þessari öld en þeir eru nú orðnir tíu síðan árið 2000. Adam er nú búinn að vinna tvo síðustu og með því jafnað föður sinn í Íslandsmeistaratitlum. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir Adam og það er að gera betur en gamli maðurinn sem fagnaði hverju marki sonarins af lífi og sál í Schenker-höllinni í kvöld. "Markmiðið er að vinna fleiri titla en pabbi. Hann vann tvo og nú er ég kominn með tvo þannig ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári," sagði Adam Haukur. Þessari mögnuðu skyttu líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu og skírður eftir félaginu. Hann skoraði sjö mörk í kvöld og 39 mörk í heildina í einvíginu, þar af 32 á Ásvöllum. "Þetta fer í raun bara eftir dagsformi en auðvitað spilar maður best heima hjá sér fyrir framan fulla stúku þegar allir eru að hvetja mann. Ég elska svona leiki," öskraði kampakátur Íslandsmeistarinn Adam Haukur Baumruk.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00
Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54