Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri þegar hún vann til silfurverðlauna í 100 m bringusundi á EM í 50 m laug í dag.
Eygló Ósk Gústafsdóttir vann tvenn bronsverðlaun á EM í 25 m laug seint á síðasta ári og voru það fyrstu verðlaun íslenskrar sundkonu á stórmóti.
Örn Arnarson er sá eini þess fyrir utan sem hefur unnið verðlaun á stórmóti í sundi en hann vann bæði silfur og brons á HM 2001 í Japan auk fjölda verðlaun á EM í 25 m laug.
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee synda til úrslita á EM á morgun og Hrafnhildur hefur keppni í undanrásum í 200 m bringusundi á morgun.
Besti árangur á Evrópumóti frá upphafi

Tengdar fréttir

Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London.

Eygló með fimmta besta tímann inn í úrslit
Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir til úrslita í 100 metra baksundi a morgun, en hún synti sig inn í úrslitin í kvöld.

Anton Sveinn fjórði inn í úrslitin
Anton Sveinn McKee er kominn í úrslitasundið í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi.