Lamborghini upp jökul af því hann getur það Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2016 09:45 Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi. Bílar video Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi.
Bílar video Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent