Eygló Ósk Gústafsdóttir, Anton Sveinn McKee og Bryndís Rún Hansen eru öll komin í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í London, en undanrásir fóru fram í morgun.
Bryndís setti Íslandsmet í 50 metra flugsundi. Hún synti á 26,68 sekúndum og bætti Íslandsmetið, en hún bætti sitt eigið met. Það var 26,79 frá Íslandsmótinu í fyrra.
Eygló náði fimmta besta tímanum í 200 metra baksundi kvenna, en hún synti á 2:11,30. Hún á Íslandmetið sem er 2:09,04.
Anton Sveinn er kominn í undanúrslit í 100 metra bringusundi karla, en hann kom í mark á 1:00,79. Hann var ekki fjarri Íslandsmeti sínu því það er 1:00,53.
Bryndís í undanúrslit á Íslandsmeti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn