Vettel var fljótastur á fyrri æfingunni, liðsfélagi hans Kimi Raikkonen var annar. Mercedes setti mjúku dekkin ekki undir. Rosberg og Lewis Hamilton voru rúmlega hálfri sekúndu á eftir Vettel, á milli-hörðu dekkjunum.
Daniel Ricciardo stóðst pressuna frá nýja liðsfélaganum, Max Verstappen. Ricciardo var tveimur tíundu á undan Verstappen.
Sjá einnig: Kvyat tapar sæti sínu til Verstappen.
Dagarnir lagast ekki mikið hjá Daniil Kvyat sem var færður frá Red Bull til Toro Rosso fyrir þessa keppni. Hann var um hálfri sekúndu hægari en Carlos Sainz, liðsfélagi hans hjá Toro Rosso.

Sainz bætti um betur frá fyrri æfingunni og var fljótari en báðir Red Bull bílarnir og Kvyat. Sainz varð fimmti rúmlega sekúndu á eftir Rosberg. Hann vill greinilega sýna að hann hefði átt á fá tækifæri hjá Red Bull í stað Verstappen.
Jolyon Palmer og Esteban Ocon á Renault, lentu báðir í því að sprengja dekk. Ocon er varaökumaður Renault og var að fá að spreyta sig á fyrri æfingunni í bíl Kevin Magnussen. Magnussen var í bílnum á seinni æfingunni.
Bein útsending frá tímatökunni á Spáni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit æfinganna.