Góðkynja sósíalismi og illkynja Pawel Bartoszek skrifar 14. maí 2016 07:00 Dæmigerður vestrænn hægrimaður sér sósíalismann fyrir sér einhvern veginn svona: Sósíalisminn er gaur sem labbar inn í bakarí, heimtar köku, dreifir henni til vegfarenda, safnar hrósi og heimtar meira. Sumir stjórnmálamenn slást við svona sósíalisma alla sína ævi og fara að líta á hann sem einhvern meginóvin. En það er hann ekki. Sósíalismi sem taka vill meiri og meiri köku og gefa liðinu sem á enga köku er þrátt fyrir allt góðkynja sósíalismi. Það er auðvelt að lifa með honum og jafnvel hafa gaman af honum. Það sem virkilega er ástæða til að óttast er hins vega sósíalismi sem labbar inn í bakaríið og spyr: Vantar ykkur einhverja hjálp? Get ég kíkt í eldhúsið og komið með nokkur vel valin ráð? Þegar skammta þarf mat, bensín eða smokka í Venesúela réttlæta stjórnvöld það ýmist með háu eða lágu heimsmarkaðsverði á olíu. Allar þessar afsakanir eru rugl. Ástæða þess að Venesúela hefur gert sjálft sig óstarfhæft er illkynja sósíalismi. Það er sósíalismi þar sem fyrirtæki er þjóðnýtt í morgunmat. Það er sósíalismi þar sem allur gróði er talinn til merkis um glæp eða sóun. Það er kerfi sem leggur sífellt meiri og þyngri kvaðir á þá sem enn hafa ekki gefist upp. Heimsbankinn áætlar að það eitt að borga skatta í Venesúela taki um 800 klukkustundir fyrir meðalstórt fyrirtæki. Á Íslandi er talan 140 klukkutímar. Háir skattar eru kannski einhver hluti vanda Venesúela en ekki rót hans. Búið er að rústa bakarínu og þeir sem ruddust inn með háleitar hugmyndir kunnu bara ekki rassgat að baka brauð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Dæmigerður vestrænn hægrimaður sér sósíalismann fyrir sér einhvern veginn svona: Sósíalisminn er gaur sem labbar inn í bakarí, heimtar köku, dreifir henni til vegfarenda, safnar hrósi og heimtar meira. Sumir stjórnmálamenn slást við svona sósíalisma alla sína ævi og fara að líta á hann sem einhvern meginóvin. En það er hann ekki. Sósíalismi sem taka vill meiri og meiri köku og gefa liðinu sem á enga köku er þrátt fyrir allt góðkynja sósíalismi. Það er auðvelt að lifa með honum og jafnvel hafa gaman af honum. Það sem virkilega er ástæða til að óttast er hins vega sósíalismi sem labbar inn í bakaríið og spyr: Vantar ykkur einhverja hjálp? Get ég kíkt í eldhúsið og komið með nokkur vel valin ráð? Þegar skammta þarf mat, bensín eða smokka í Venesúela réttlæta stjórnvöld það ýmist með háu eða lágu heimsmarkaðsverði á olíu. Allar þessar afsakanir eru rugl. Ástæða þess að Venesúela hefur gert sjálft sig óstarfhæft er illkynja sósíalismi. Það er sósíalismi þar sem fyrirtæki er þjóðnýtt í morgunmat. Það er sósíalismi þar sem allur gróði er talinn til merkis um glæp eða sóun. Það er kerfi sem leggur sífellt meiri og þyngri kvaðir á þá sem enn hafa ekki gefist upp. Heimsbankinn áætlar að það eitt að borga skatta í Venesúela taki um 800 klukkustundir fyrir meðalstórt fyrirtæki. Á Íslandi er talan 140 klukkutímar. Háir skattar eru kannski einhver hluti vanda Venesúela en ekki rót hans. Búið er að rústa bakarínu og þeir sem ruddust inn með háleitar hugmyndir kunnu bara ekki rassgat að baka brauð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun