Samkvæmt þeim upplýsingum sem kvikmyndaverið 20th Century Fox gefur upp mun myndin fjalla um Callum Lynch sem uppgötvar að hann er afkomandi Aguilar sem tilheyrði leynireglu launmorðingja á fimmtándu öld á Spáni. Í gegnum þá uppgötvun kemst hann að því að hann býr yfir leyndum hæfileikum sem hann nýtir í baráttu við Templara-samtök.
Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í desember með helstu hlutverk fara fyrrnefndur Michael Fassbender ásamt Marion Cotillard, Jeremy Irons, Brendan Gleeson og Michael K. Williams. Leikstjóri myndarinnar er Justin Kurzel sem leikstýrði Fassbender og Cotillard í McBeth.