Audi mokar út jeppum og jepplingum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 16:00 Önnur kynslóð Audi Q7 jeppans selst eins og heitar lummur. Það gengur vel hjá þýska bílaframleiðandanum Audi um þessar mundir og er það ekki síst að þakka mikilli sölu á vinsælum jeppum og jepplingum fyrirtækisins. Í nýliðnum apríl jók Audi við sölu sína um 7,5% frá síðasta ári en sala jeppa og jepplinga jókst um 17%. Heildarsalan í apríl var 164.350 og þar af voru 52.150 jeppar og jepplingar. Sala nýs Audi Q7 jeppa jókst í apríl um 68% og alls seldust 8.400 slíkir á þessum eina mánuði. Einnig gekk mjög vel að selja nýja kynslóð A4 fólksbílsins og jókst sala hans um 35% og seldust 32.100 slíkir í apríl. Í Evrópu gekk vel hjá Audi í mánuðinum og jókst salan um 9% og heildarsalan 78.250 bílar, eða 48% heimssölunnar. Í heimalandinu Þýskalandi varð 12% söluaukning. Salan í Bandaríkjunum jókst um 6% og salan í Kína jókst um 9% og á þeim mikilvæga markaði seldust 49.576 bílar í apríl. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Það gengur vel hjá þýska bílaframleiðandanum Audi um þessar mundir og er það ekki síst að þakka mikilli sölu á vinsælum jeppum og jepplingum fyrirtækisins. Í nýliðnum apríl jók Audi við sölu sína um 7,5% frá síðasta ári en sala jeppa og jepplinga jókst um 17%. Heildarsalan í apríl var 164.350 og þar af voru 52.150 jeppar og jepplingar. Sala nýs Audi Q7 jeppa jókst í apríl um 68% og alls seldust 8.400 slíkir á þessum eina mánuði. Einnig gekk mjög vel að selja nýja kynslóð A4 fólksbílsins og jókst sala hans um 35% og seldust 32.100 slíkir í apríl. Í Evrópu gekk vel hjá Audi í mánuðinum og jókst salan um 9% og heildarsalan 78.250 bílar, eða 48% heimssölunnar. Í heimalandinu Þýskalandi varð 12% söluaukning. Salan í Bandaríkjunum jókst um 6% og salan í Kína jókst um 9% og á þeim mikilvæga markaði seldust 49.576 bílar í apríl.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent