Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi er kominn með húsnæði undir kosningamiðstöð sína við Grensásveg 10 í Reykjavík. Lyklana fékk Davíð í dag og stefnt er að því að opna skrifstofuna á næstu dögum.
Erla Gunnlaugsdóttir fjölmiðlafulltrúi Davíðs segir að verið sé að vinna í því að koma upp borðum og stólum. Hins vegar sé gestum og gangandi velkomið að líta við. Þá segir hún að haldið verði upp á opnunina á næstu dögum, en að opnunarhátíðin verði auglýst síðar.
Innlent