Fast 8 spyrnir retro bílum á Kúbu Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 17:14 Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu. Bílar video Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent
Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu.
Bílar video Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent