Fast 8 spyrnir retro bílum á Kúbu Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 17:14 Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu. Bílar video Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu.
Bílar video Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent