Thomas var afar hrifinn af frammistöðu Gunnars Nelson gegn Rússanum Albert Tumenov.
Thomas tók bardagann sérstaklega fyrir í innslagi sínu á síðunni í gær. Þar greinir Thomas bardagann í ræmur.
Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars og Tumenov í heild sinni
„Hvert einasta smáatriði er í lagi hja Gunna. Þetta er gallalaust jiu jitsu,“ segir Thomas um gólfglímuna hjá Gunnari og bætir við.
„Þvílík frammistaða hjá Gunnari. Hann var lika flottur standandi. Þetta var góð alhliða frammistaða og gæti verið hans besta á ferlinum.“
Innslagið er mjög áhugavert og það má sjá hér. Greiningin á bardaga Gunnars hefst eftir 12 mínútur.