Einkavædda öndin Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. maí 2016 07:00 Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkallandi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsugæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einkaaðilum, í stað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðisráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hagsmunaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einkavæðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almannahagur eða ekki.Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einkarekstur sé ekkert annað en einkavæðing. Þannig nefndi Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einkaframkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rúnari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einkarekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnarfirði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annað hvort meinlegur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einkavæðingu.Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkallandi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsugæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einkaaðilum, í stað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðisráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hagsmunaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einkavæðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almannahagur eða ekki.Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einkarekstur sé ekkert annað en einkavæðing. Þannig nefndi Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einkaframkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rúnari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einkarekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnarfirði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annað hvort meinlegur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einkavæðingu.Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun