Andri Snær: Miður að þurfa að skapa núning til að fá umfjöllun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2016 18:37 Andri Snær í settinu í dag. vísir/anton „Forsetinn lýsti bæði Kristján Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur vanhæf því hvorugt þeirra uppfyllti þessar kríteríur,“ sagði Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, í Eyjunni á Stöð 2. Þáttarstjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson hafði þá spurt hann og Höllu Tómasdóttur, hinn gest þáttarins, hvað þeim þætti um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði dregið framboð sitt til baka eftir að einn helsti sérfræðingur landsins um embættið og sá maður með mesta reynslu af ríkisráði, að sitjandi forseta undanskyldum, hafi boðið fram krafta sína. „Hlutverk forseta er það vítt að þessar stjórnskipunaraðstæður eða myndun utanþingsstjórnar er ekki meginhlutverk hans. Yfirleitt græjar Alþingi slíkt upp á eigin spýtur og lætur forsetann bara vita. Að vera forseti snýst um ástríðu, tungumálið, áhuga á samfélaginu í heild sinni og það að vera rödd Íslands út á við.“ Aðspurður um hvernig honum þætti kosningabaráttan hafa gengið fyrir sig sagði Andri að hún hefði verið jákvæðari en hann hefði búist við. Hann hefði verið kvíðinn í upphafi að búið væri að kokka upp einhverjar skítabombur um hann. „Svo er svo slæmt að þú kemst ekki í fréttir nema að skapa núning. Ef ég segi eitthvað slæmt um Höllu þá er það pikkað upp en ekki það að ég hafi hrósað henni,“ en það þykir Andra miður. Andri var einnig spurður um grein sem hann skrifaði árið 2010 og bar heitið „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“. Hann sagði að á þessum tíma hefði hann, líkt og svo margir aðrir, verið á þeim stað að hann hefði nærri verið búinn að missa húsiðsitt. „Þegar maður býr í landi þar sem allt er til alls og þar sem allt ætti að vera í blóma og ákveðinn hópur kemur öllu á vonarvöl, þá er mögulega skiljanlegt að grípa til gífuryrða. En einnig, þegar ég hef sært einhvern þá hef ég ávallt beðist afsökunar,“ sagði Andri.Gengur ekki með þingmann í maganum Í upphafi árs kom upp umræða þess efnis að Andri Snær, sem er rithöfundur og skáld, hafi þegið listamannalaun í talsverðan tíma án þess að skila af sér nóg af efni á þeim tíma. „Þjóðsagan er sú að ég hafi ekki skrifað bók í tíu ár en fengið samt fimmtíu milljónir. Það gengur eiginlega ekki upp þegar ég vann tvisvar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á þeim tíma.“ Andri segir að listamannalaunin séu grundvallarþáttur í afkomu íslenskra rithöfunda og væru sambærileg landbúnaðarkerfinu að því leiti. Væri ekki fyrir kerfið væru ekki jafnmargir bændur og því væri eins farið með rithöfunda. Greiðslurnar á ári nemi um 200 milljónun en hins vegar skili sér strax til baka um 600 milljónir bara í virðisaukaskatt. „Ég gæti farið í langa hagfræðilega greiningu um hvernig þetta borgar sig og staðreyndin er sú að það þyrfti að leggja mun meira fé í þetta.“ Þá hefur einnig verið rætt um að baráttumál Andra myndu sóma sér betur á þingi en hann segir það af og frá. „Það er búið að binda jafnrétti í lög en það hefur ekki skilað sér út í samfélagið. Læsi er að finna í námskrá en það skilar sér ekki,“ segir Andri. Hann benti líka á að stærstur hluti íslensks yfirráðasvæðis væri hafsvæði en samt sem áður væri lítið gert í að fræða börn um hafið. Hann vill nota embættið til að vekja athygli á þessum málum. Andri sagði einnig að hann gengi um með forseta í maganum en ekki þingmann. Þá trúir hann á Guð og leitar til hans þegar mikið liggur við. Hvað kosningar í haust varðar þætti honum vænt um að sjá menn standa við gefin loforð. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Andri Snær ætlar að spýta í lófana Andri Snær Magnason segir nýja könnun skýra mælingu á fylgi við nýja tíma. 11. maí 2016 10:25 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Forsetinn lýsti bæði Kristján Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur vanhæf því hvorugt þeirra uppfyllti þessar kríteríur,“ sagði Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, í Eyjunni á Stöð 2. Þáttarstjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson hafði þá spurt hann og Höllu Tómasdóttur, hinn gest þáttarins, hvað þeim þætti um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði dregið framboð sitt til baka eftir að einn helsti sérfræðingur landsins um embættið og sá maður með mesta reynslu af ríkisráði, að sitjandi forseta undanskyldum, hafi boðið fram krafta sína. „Hlutverk forseta er það vítt að þessar stjórnskipunaraðstæður eða myndun utanþingsstjórnar er ekki meginhlutverk hans. Yfirleitt græjar Alþingi slíkt upp á eigin spýtur og lætur forsetann bara vita. Að vera forseti snýst um ástríðu, tungumálið, áhuga á samfélaginu í heild sinni og það að vera rödd Íslands út á við.“ Aðspurður um hvernig honum þætti kosningabaráttan hafa gengið fyrir sig sagði Andri að hún hefði verið jákvæðari en hann hefði búist við. Hann hefði verið kvíðinn í upphafi að búið væri að kokka upp einhverjar skítabombur um hann. „Svo er svo slæmt að þú kemst ekki í fréttir nema að skapa núning. Ef ég segi eitthvað slæmt um Höllu þá er það pikkað upp en ekki það að ég hafi hrósað henni,“ en það þykir Andra miður. Andri var einnig spurður um grein sem hann skrifaði árið 2010 og bar heitið „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“. Hann sagði að á þessum tíma hefði hann, líkt og svo margir aðrir, verið á þeim stað að hann hefði nærri verið búinn að missa húsiðsitt. „Þegar maður býr í landi þar sem allt er til alls og þar sem allt ætti að vera í blóma og ákveðinn hópur kemur öllu á vonarvöl, þá er mögulega skiljanlegt að grípa til gífuryrða. En einnig, þegar ég hef sært einhvern þá hef ég ávallt beðist afsökunar,“ sagði Andri.Gengur ekki með þingmann í maganum Í upphafi árs kom upp umræða þess efnis að Andri Snær, sem er rithöfundur og skáld, hafi þegið listamannalaun í talsverðan tíma án þess að skila af sér nóg af efni á þeim tíma. „Þjóðsagan er sú að ég hafi ekki skrifað bók í tíu ár en fengið samt fimmtíu milljónir. Það gengur eiginlega ekki upp þegar ég vann tvisvar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á þeim tíma.“ Andri segir að listamannalaunin séu grundvallarþáttur í afkomu íslenskra rithöfunda og væru sambærileg landbúnaðarkerfinu að því leiti. Væri ekki fyrir kerfið væru ekki jafnmargir bændur og því væri eins farið með rithöfunda. Greiðslurnar á ári nemi um 200 milljónun en hins vegar skili sér strax til baka um 600 milljónir bara í virðisaukaskatt. „Ég gæti farið í langa hagfræðilega greiningu um hvernig þetta borgar sig og staðreyndin er sú að það þyrfti að leggja mun meira fé í þetta.“ Þá hefur einnig verið rætt um að baráttumál Andra myndu sóma sér betur á þingi en hann segir það af og frá. „Það er búið að binda jafnrétti í lög en það hefur ekki skilað sér út í samfélagið. Læsi er að finna í námskrá en það skilar sér ekki,“ segir Andri. Hann benti líka á að stærstur hluti íslensks yfirráðasvæðis væri hafsvæði en samt sem áður væri lítið gert í að fræða börn um hafið. Hann vill nota embættið til að vekja athygli á þessum málum. Andri sagði einnig að hann gengi um með forseta í maganum en ekki þingmann. Þá trúir hann á Guð og leitar til hans þegar mikið liggur við. Hvað kosningar í haust varðar þætti honum vænt um að sjá menn standa við gefin loforð.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Andri Snær ætlar að spýta í lófana Andri Snær Magnason segir nýja könnun skýra mælingu á fylgi við nýja tíma. 11. maí 2016 10:25 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Andri Snær ætlar að spýta í lófana Andri Snær Magnason segir nýja könnun skýra mælingu á fylgi við nýja tíma. 11. maí 2016 10:25
Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37